07:03
Morgunvaktin
Kosningar, Alþingisgarðurinn og falleg tónlist
Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Það styttist í kosningar og frambjóðendur hafa rúma viku til að sannfæra okkur um kjósa sig. Hvað er hægt að gera til að hífa fylgið upp á lokametrunum? Er eitthvað hægt að gera? Við veltum þessu fyrir okkur með Birni Inga Hrafnssyni, blaðamanni og stjórnmálaskýranda.

Pétur H. Ármannsson arkitekt og sviðsstjóri hjá Minjastofnun kom svo til okkar og ræddi um Alþingisgarðinn. Garðurinn var friðlýstur á dögunum.

Magnús Lyngdal Magnússon kom svo til okkar í síðasta hluta þáttarins og lék fyrir okkur alveg einstaklega fallegar laglínur í sígildum tónverkum.

Tónlist:

Rod Stewart - These foolish things.

Rod Stewart - Maggie May.

Rod Stewart - Sailing.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,