19:00
Flugur
Íslensk lög frá árinu 1978
Flugur

Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.

Umsjón: Jónatan Garðarsson.

Í þættinum hljóma nokkur lög sem komu út á íslenskum hljómplötum árið 1978. Hljómsveitin Pjetur og úlvarnir flytur lagið Stjáni saxófónn, Ljóðafélagið flytur Lagið um það sem er bannað, Dúmbó og Steini flytja lagið Fiskisaga, Lummurnar flytja lagið Kenndu mér að kyssa rétt, sönghópurinn Randver flytur lagið Dansinn, Brimkló flytur titillag plötunnar Eitt lag enn, Pálmi Gunnarsson og Brunaliðið flytja lagið Ég er á leiðinni, Björgvin Halldórsson og Ragnhildur Gísladóttir flytja lagið Eina ósk, Einar Júlíusson syngur lagið Brúnaljósin brúni, Elly Vilhjálms syngur lagið Lítið blóm og Gunnar Þórðarson flytur lagið Drottningin rokkar. Umsjón: Jónatan Garðarsson.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 45 mín.
,