Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Nýr formaður VR, Halla Gunnarsdóttir, hlaut góða kosningu í embættið, sem hún hefur gegnt síðan forverinn var kjörinn á þing. Við spjölluðum við Höllu um sýn hennar á samfélagið og verkefnin fram undan.
Kanslaraefni Þýskalands, Friedrich Merz, mun í dag freista þess að fá samþykkta 900 milljarða evra lántöku þýska ríkisins. Rúmur helmingur á að fara í varnarmál en annað til innviðauppbyggingar. Það eru þó fjölmargar hindranir í veginum, eins og Arthur Björgvin Bollason sagði okkur frá.
Svo fjölluðum við svolítið um Grænland. Við beindum kastljósinu að landi og þjóð í síðustu viku, þegar kosið var til grænlenska þingsins. Sumarliði R. Ísleifsson sagnfræðingur hefur rannsakað ýmislegt sem varðar Grænland og Grænlendinga og þá ekki síst viðhorf Íslendinga til grannanna í vestri. Hann var síðasti gestur þáttarins.
Tónlist:
Barry Crocker - Neighbours.
Olivia Newton-John - I never knew love.
Sálin hans Jóns míns - Aldrei liðið betur.
Nina Hagen - Du hast den Farbfilm vergessen.


Gestir úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni með hlustendum. Umsjón: Sigurlaug M. Jónasdóttir.
Sæunn segir frá lífi sínu, flakkinu, hvernig það gengur að gera langtímaplön. Hún býr ásamt fjölskyldu sinni á Siglufirði og var að skrifa sína fyrstu skáldsögðu, þar sem fléttast saman líf og örlög tveggja kvenna á ólíkum tímum.

Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Á föstudaginn verður íslensk-pólsk veforðabók opnuð formlega, en hún hefur verið í undirbúningi undanfarin ár. Orðabókin mun nýtast þeim fjölmörgu íbúum Íslands sem hafa pólsku að móðurmáli og Stanislaw Bartoszek, málfræðingur, skjalaþýðandi og ritstjóri veforðabókarinnar, kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá bókinni og þessu stóra verkefni. Slóðin á veforðabókina verður www.pl.is
Fjöldi rannsókna hefur sýnt fram á að heilsutengdur ávinningur af því að hreyfa sig úti sé margfaldur á við það að hreyfa sig inni. Kolbrún Kristínardóttir yfirsjúkraþjálfari á Æfingastöðinni er mikil áhugamanneskja um útilíf og heilsu og hefur leitt skipulagðar fjölskyldugöngur og fræðslu um málefnið víðsvegar, nú síðast með erindinu „Af hverju að vera inni þegar vonin er úti?“ á Læknadögum. Kolbrún kom í þáttinn í dag.
Svo var það veðurspjallið með Einari Sveinbjörnssyni. Í dag ræddum við við hann um logn og ótal samheiti fyrir lognið. Svo eru það loftslagsmálin, en árið 2024 fór meðalhækkun hitastigsins í heiminum í fyrsta skipti yfir eina og hálfa gráðu og Einar talaði um nálgun ýmissa þjóða í þessum málum þessa dagana.
Tónlist í þættinum í dag:
Með þér / Ragnheiður Gröndal (Bubbi Morthens)
Við stóran stein / Hildur Vala (Valgeir Guðjónsson)
The Windmills of Your Mind / Helena Eyjólfsdóttir og Hljómsveit Ingimars Eydal (Alan Bergman, Marilyn Bergman og Michel Legrand)
Dátt er blessað lognið / Þrjú á palli (höf. lags ókunnur, texti Jónas Árnason)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Yfir 400 féllu í mestu loftárásum Ísraelshers á Gaza í tvo mánuði. Hátt í 700 hafa verið fluttir á sjúkrahús, sem eru yfirfull. Forsætisráðherra segir árásir Ísraela óforsvaranlegar.
Sértækur húsnæðisstuðningur til Grindvíkinga hættir og sjónum verður beint að 90 heimilum sem standa illa fjárhagslega. Forsætisráðherra segir ekki ráðlegt að hefja stórtæka endurreisn í Grindavík eins og staðan er núna.
Bandaríkjaforseti ræðir við Rússlandsforseta í síma í dag um mögulegt vopnahlé sem Úkraínumenn hafa þegar samþykkt. Mikið er í húfi.
Fyrirhugaðar breytingar á lögum um leigubílaakstur auka öryggi fatlaðs fólks, að mati ýmissa samtaka. Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð telja þær afturför og skerða samkeppni og þjónustu.
Samband sveitarfélaga á Austurlandi gæti þurft að borga skaðabætur í gömlu dómsmáli vegna lögbanns sem sett var á rútufyriræki fyrir þrettán árum. Málið er nú fyrir dómstólum í þriðja sinn.
Dregið hefur úr aðsókn í skipulagt félagsstarf fyrir fólk með fötlun á Akureyri eftir að starfsemin fór að deila húsnæði með eldri borgurum. Finna þarf leið til að efla starfið að nýju segir sviðsstjóri fræðslu og lýðheilsu hjá bænum.
Aron Kristjánsson hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Kúveit í handbolta. Hann er fyrsti Íslendingurinn til þess að þjálfa í landinu.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Í þriðja og síðasta þættinum um Sofiu Kolesnikova fáum við að heyra af ýmsu sem lögregla komst að við rannsókn á andláti hennar. Við fáum að heyra meira um samband Sofiu og kærastans sem lögregla varð sífellt uppteknari af að skoða. Og við fáum að heyra að hinn grunaði átti ekki aðeins eina kærustu.
Viðmælendur: Jón Gunnar Þórhallsson, Valda Kolesnikova, Deivs Kolesnikovs og Kristrún Elsa Harðardóttir. Umsjón: Þóra Tómasdóttir
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Í dag pælum við í hugtakinu „vísindaleg nýsköpun“. Hvað er það? Hvernig fer svoleiðis nýsköpun fram? Og hvernig stöndum við okkur hér á landi í að hagnýta vísindi? Einar Mantyla, sem hefur starfað á þessu sviði um árabil, segir að Ísland sé tuttugu árum eftir á. En hvers vegna? Hvað er til ráða? Við ræðum við Einar hér á eftir um vísindalega nýsköpun.
Bankarnir reka saman seðlaver á háleynilegum stað á höfuðborgarsvæðinu. Þar er höndlað með háar fjárhæðir og sérhæfðan vélbúnað, peningar taldir og þeir svo sendir aftur út í hringrásina. Við undirrituðum trúnaðaryfirlýsingu og fengum að taka út starfsemina á þessum leyndardómsfulla vinnustað sem minnir örlítið á peningahirslur Jóakims aðalandar. Þetta er endurflutt innslag frá því í september 2023.
Íslensk jaðartónlist úr ýmsum áttum frá ýmsum hliðum. Umsjón: Árni Matthíasson
Matthias Engler spilaði indírokk á gítar og trommur, en sneri sér svo klassísku slagverki. Hans aðal er nútímatónlist, ekki síst nútímatónlist með spunafléttu og tilraunakenndum tilbrigðum. Hann hefur komið að ótal tónverkum og tónleikum með tónlistarhópnum Ensemble Adapter, en hefur einnig samið eigin tónverk og hugmyndalistarverk.
Lagalisti:
Óútgefið - Knock on Wood, Babe
Óútgefið - "drummed variation"
Óútgefið - Sad Music For Lonely People
Óútgefið - [indistinct chatter]
Óútgefið - Last Night (Nose Song)
Óútgefið - 90 Cents Dub
Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.
Á árinu 2024 hóf umsjónarmaður að glugga í frásagnir Guðmundar Hagalíns af forfeðrum sínum eins og þær voru skráðar í fyrsta bindi sjálfsævisögu hans. Nú er röðin að Hagalín sjálfum og hann segir á lifandi og skemmtilegan hátt frá eigin æskuárum að Lokinhömrum í Dýrafirði.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Það er ekki á hverjum degi sem nýjar bókaverslanir opna dyr sínar hér á landi. En það gerðist í síðustu viku í Vesturbæ Reykjavikur. Bókabúðin kallast Garg og á bak við hana stendur bókahönnuðurinn Helga Dögg Ólafsdóttir sem dreymir um að búðin verði félagsmiðstöð bókanörda. Við lítum inn í Garg í þætti dagsins.
Eiríkur Örn Norðdahl sendi nýverið frá sér nýja ljóðabók sem ber titilinn Fimm ljóð. Bókin er nokkuð frumleg smíð, ljóð Eiríks hafa nýlegan blæ og koma fram í meitluðum og fáguðum klæðum. Meira um það undir lok þáttar.
Og Katla Ársælsdóttir rýnir í Storm, nýtt íslenskt leikverk eftir Unni Ösp Stefánsdóttur og Unu Torfadóttur.
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Samtalið um framtíð sviðslista heldur áfram, að þessu sinni ræðum við við tvo unga útskriftarnemendur af Sviðshöfundabraut Listaháskólans. Marta Ákadóttir og Grímur Smári Hallgrímsson eru fulltrúar ungu kynslóðarinnar, fulltrúar framtíðar sviðslista á Íslandi.
Fréttir
Fréttir
Utanríkisráðherra fordæmir loftárásir Ísraelshers á Gaza í nótt sem bundu enda á tveggja mánaða vopnahlé. Hún tekur undir með Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna, að stríðsrekstur Ísraela á Gaza beri öll einkenni þjóðarmorðs.
Húsnæðisstuðningur til Grindvíkinga verður lagður af um næstu mánaðamót. Fjögurhundruð fimmtíu og eitt heimili nýtti sér stuðninginn í síðasta mánuði.
Vladimir Pútín Rússlandsforseti er sagður hafa samþykkt hugmyndir um að Rússar og Úkraínumenn geri hlé á árásum á innviði og orkumannvirki næstu 30 daga. Þá eiga friðarviðræður að halda áfram án tafar.
Nærri þrjú hundruð blaðsíður af gögnum varpa nýju ljósi á hvers vegna nýtt meðferðarheimili fyrir börn hefur enn ekki risið í Garðabæ. Bygging heimilisins virðist hafa verið svæfð þegar Barnaverndarstofa var lögð niður.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Utanríkisráðherra fordæmir loftárásir Ísraelshers á Gaza í nótt sem bundu enda á tveggja mánaða vopnahlé. Hún tekur undir með Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna, að stríðsrekstur Ísraela á Gaza beri öll einkenni þjóðarmorðs.
Nærri þrjú hundruð blaðsíður af gögnum varpa ljósi á hvers vegna nýtt meðferðarheimili fyrir börn hefur enn ekki risið í Garðabæ. Bygging heimilisins virðist hafa verið svæfð þegar Barnaverndarstofa var lögð niður.
Í ljósi krakkasögunnar eru þættir sem fjalla um krakka sem hafa skráð nöfn sín á spjöld sögunnar.
Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir.
Þetta er sagan af Jóhönnu af Örk eða stúlkunni sem kölluð var Mærin frá Orléans. Hún var aðeins sautján ára þegar hún leiddi her konungs til sigurs í hundrað ára stríðinu í Frakklandi á fimmtándu öld. Í dag er Jóhanna goðsögn, þjóðhetja í Frakklandi og dýrlingur í kaþólskri trú því henni tókst að gera það það sem þótti vera óhugsandi!
Umsjón og lestur: Ingibjörg Fríða Helgadóttir.
Athugið að efni þáttarins gæti vakið óhug og því er mælt með að foreldrar hlusti með börnum sínum.

Veðurfregnir kl. 18:50.
Bjarki Sveinbjörnsson fer yfir yfir sögu hljómsveitarinnar og rekur meðal annars hvað aðalhljómsveitarstjórar hennar höfðu að leiðarljósi við störf sín.
Í þættinum verður rekin saga Sinfóníuhljómsveitar Íslands á 7. áratugnum. Aðal áhersla verður lögð á hlutverk Bohdan Wodiczko, pólska hljómsveitarstjórans. Þá verður lesið ú skýrslu sem bæði hann og hjóðfæraleikarar sendu stjórnarmönnum hljómsveitarinnar um þætti sem betur mættu fara. Þá verða flutt þrjú verk frá Norrænum tónleikum sveitarinnar árið 1967 undir stjórn Wodiczkos.
Adagio fyrir flautu, hörpu, strengjasveit og píanó eftir Jón Nordal
Þjóðvísa eftir Jón Ásgeirsson og
Chaconna eftir Pál Ísólfsson.
Að þættinum loknum verður fluttur Fiðlukonsert í D-dúr op. 77 eftir Johannes Brahms frá sömu tónleikum. Einleikari er Björn Ólafsson.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Í dag pælum við í hugtakinu „vísindaleg nýsköpun“. Hvað er það? Hvernig fer svoleiðis nýsköpun fram? Og hvernig stöndum við okkur hér á landi í að hagnýta vísindi? Einar Mantyla, sem hefur starfað á þessu sviði um árabil, segir að Ísland sé tuttugu árum eftir á. En hvers vegna? Hvað er til ráða? Við ræðum við Einar hér á eftir um vísindalega nýsköpun.
Bankarnir reka saman seðlaver á háleynilegum stað á höfuðborgarsvæðinu. Þar er höndlað með háar fjárhæðir og sérhæfðan vélbúnað, peningar taldir og þeir svo sendir aftur út í hringrásina. Við undirrituðum trúnaðaryfirlýsingu og fengum að taka út starfsemina á þessum leyndardómsfulla vinnustað sem minnir örlítið á peningahirslur Jóakims aðalandar. Þetta er endurflutt innslag frá því í september 2023.

Útvarpssagan Jón eftir Ófeig Sigurðsson.
Hjalti Rögnvaldsson les.
(2014)
Fjórtándi lestur.


Veðurfregnir kl. 22:05.

Árið 1944 var tekinn upp sá siður hjá Ríkisútvarpinu að lesa alla Passíusálma Hallgríms Péturssonar á föstunni. Sigurður Skúlason les.
Nýtt hljóðrit.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Á föstudaginn verður íslensk-pólsk veforðabók opnuð formlega, en hún hefur verið í undirbúningi undanfarin ár. Orðabókin mun nýtast þeim fjölmörgu íbúum Íslands sem hafa pólsku að móðurmáli og Stanislaw Bartoszek, málfræðingur, skjalaþýðandi og ritstjóri veforðabókarinnar, kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá bókinni og þessu stóra verkefni. Slóðin á veforðabókina verður www.pl.is
Fjöldi rannsókna hefur sýnt fram á að heilsutengdur ávinningur af því að hreyfa sig úti sé margfaldur á við það að hreyfa sig inni. Kolbrún Kristínardóttir yfirsjúkraþjálfari á Æfingastöðinni er mikil áhugamanneskja um útilíf og heilsu og hefur leitt skipulagðar fjölskyldugöngur og fræðslu um málefnið víðsvegar, nú síðast með erindinu „Af hverju að vera inni þegar vonin er úti?“ á Læknadögum. Kolbrún kom í þáttinn í dag.
Svo var það veðurspjallið með Einari Sveinbjörnssyni. Í dag ræddum við við hann um logn og ótal samheiti fyrir lognið. Svo eru það loftslagsmálin, en árið 2024 fór meðalhækkun hitastigsins í heiminum í fyrsta skipti yfir eina og hálfa gráðu og Einar talaði um nálgun ýmissa þjóða í þessum málum þessa dagana.
Tónlist í þættinum í dag:
Með þér / Ragnheiður Gröndal (Bubbi Morthens)
Við stóran stein / Hildur Vala (Valgeir Guðjónsson)
The Windmills of Your Mind / Helena Eyjólfsdóttir og Hljómsveit Ingimars Eydal (Alan Bergman, Marilyn Bergman og Michel Legrand)
Dátt er blessað lognið / Þrjú á palli (höf. lags ókunnur, texti Jónas Árnason)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Samtalið um framtíð sviðslista heldur áfram, að þessu sinni ræðum við við tvo unga útskriftarnemendur af Sviðshöfundabraut Listaháskólans. Marta Ákadóttir og Grímur Smári Hallgrímsson eru fulltrúar ungu kynslóðarinnar, fulltrúar framtíðar sviðslista á Íslandi.

Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri ætlar að hætta sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga á landsfundi sambandsins á fimmtudag. Við ræðum málið við Finn Yngva Kristinsson, sveitarstjóra Eyjafjarðarsveitar.
Á hverjum virkum degi slasast að meðaltali fleiri en átta manneskjur við vinnu sem leiðir til fjarveru. Banaslysum í mannvirkjagerð hefur þá farið fjölgandi síðustu ár og í ár hafa nú þegar orðið tvö banaslys við vinnu. Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og Sigrún A. Þorsteinsdóttir sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS ræða öryggi á vinnustöðum við okkur.
Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, og Eydís Ásbjörnsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, verða gestir okkar fyrir átta fréttir þegar við ræðum þau tíðindi að meirihluti bæjarráðs Fjarðabyggðar skori nú á stjórnvöld að meta að nýju hagkvæmni olíuleitar á svokölluðu Drekasvæði.
Sigurdís Haraldsdóttir, krabbameinslæknir, skrifaði í gær ásamt öðrum grein um kjöt og krabbamein sem vel var lesin en þar var farið yfir samspil mataræðis og sjúkdóma. Við ræðum þessi mál við hana og Birnu Þórisdóttur, lektor í næringarfræði sem þekkir vel nýjar ráðleggingar um mataræði fyrir landsmenn.
Hvernig átti heiðið fólk í samskiptum við yfirnáttúrulegan heim goða, vætta og haugbúa á víkingaöld? Eða leitaði frétta um framtíðina og beitti fjölkynngi til þess að ýmist vernda aðra eða valda þeim skaða? Þessum spurningum ætlar Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur að reyna að svara og segir okkur betur frá.
Sævar Helgi Bragason, vísindasérfræðingur Morgunútvarpsins, fer yfir fréttir úr heimi vísindanna.


Létt spjall og lögin við vinnuna.
Dua Lipa kemur á óvart, hetja á hjólastól, Courtney Love fær nýtt vegabréf, Nágrannar, Bob Dylan í Neskirkju og Michael Stipe skrifar texta á tölvu!
Lagalisti þáttarins:
KK - Kærleikur og tími.
ALAN PARSONS PROJECT - Eye in the Sky.
DUA LIPA - Dance The Night.
Weeknd, The, Justice - Wake Me Up.
Fontaines D.C. - It's Amazing To Be Young.
HOLE - Miss World.
RAZORLIGHT - America.
SYCAMORE TREE - Fire.
ROLLING STONES - Let's Spend The Night Together.
THE HOLLIES - Bus Stop.
Bon Iver - Everything Is Peaceful Love.
BARAFLOKKURINN - I don't like your style.
Spacestation - Loftið.
MÚGSEFJUN - Sendlingur og sandlóa.
Parton, Dolly, Carpenter, Sabrina - Please Please Please.
BON JOVI - Livin On A Prayer.
200.000 NAGLBÍTAR - Láttu Mig Vera.
SÁLIN HANS JÓNS MÍNS - Láttu Mig Vera.
Marvin Gaye - What's Going On.
LEAVES - Parade.
Grace, Kenya - Strangers.
David, Damiano - Born With A Broken Heart.
VÆB - Róa.
Kraftwerk - The Model.
Taylor Swift - Wildest Dreams.
Chappell Roan - Pink Pony Club.
Moses Hightower - Sjáum hvað setur.
KÖTT GRÁ PJE og NOLEM - Aheybaró.
Dean, Olivia, Ezra Collective - No Ones Watching Me.
THE CORAL - In The Morning.
BOB DYLAN - Just Like A Woman.
BOB MARLEY AND THE WAILERS - Is This Love.
Young, Lola - Messy.
R.E.M. - Drive.
FLORENCE AND THE MACHINE - Ship To Wreck.
FELDBERG - Dreamin'.
JANIS JOPLIN - Me and Bobby McGee.
THE BAMBOOS - Ex-Files.
Mumford and Sons - Rushmere.
Páll Óskar Hjálmtýsson, Benni Hemm Hemm - Allt í lagi.
BADLY DRAWN BOY - All Possibilities.
Bridges, Leon - Laredo.
AIR - Mer du Japon.

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Yfir 400 féllu í mestu loftárásum Ísraelshers á Gaza í tvo mánuði. Hátt í 700 hafa verið fluttir á sjúkrahús, sem eru yfirfull. Forsætisráðherra segir árásir Ísraela óforsvaranlegar.
Sértækur húsnæðisstuðningur til Grindvíkinga hættir og sjónum verður beint að 90 heimilum sem standa illa fjárhagslega. Forsætisráðherra segir ekki ráðlegt að hefja stórtæka endurreisn í Grindavík eins og staðan er núna.
Bandaríkjaforseti ræðir við Rússlandsforseta í síma í dag um mögulegt vopnahlé sem Úkraínumenn hafa þegar samþykkt. Mikið er í húfi.
Fyrirhugaðar breytingar á lögum um leigubílaakstur auka öryggi fatlaðs fólks, að mati ýmissa samtaka. Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð telja þær afturför og skerða samkeppni og þjónustu.
Samband sveitarfélaga á Austurlandi gæti þurft að borga skaðabætur í gömlu dómsmáli vegna lögbanns sem sett var á rútufyriræki fyrir þrettán árum. Málið er nú fyrir dómstólum í þriðja sinn.
Dregið hefur úr aðsókn í skipulagt félagsstarf fyrir fólk með fötlun á Akureyri eftir að starfsemin fór að deila húsnæði með eldri borgurum. Finna þarf leið til að efla starfið að nýju segir sviðsstjóri fræðslu og lýðheilsu hjá bænum.
Aron Kristjánsson hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Kúveit í handbolta. Hann er fyrsti Íslendingurinn til þess að þjálfa í landinu.

Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson og Lovísa Rut Kristjánsdóttir.
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra var á línunni um fækkun sýslumannsembætta en ríkisstjórnin hefur samþykkt frumvarp hennar þar að lútandi.
Sídegisútvarpið fór í heimsókn í Bónus í Naustahverfi á Akureyri en breytingar standa fyrir dyrum í búðinni. Rætt var við Björn Víkingsson framkv stjóra Bónu og Einvarð Jóhannsson viðskiptavin
Ríkisstjórnin ætlar að framlengja stuðningsaðgerðir við Grindvíkinga. Forsætisráðherra segir enduruppbyggingu þurfa að taka mið af hættustigi og mati almannavarna. Sértækur stuðningur verður sniðinn að um 90 heimilum sem standa illa fjárhagslega. Ásrún Helga Kristinsdóttir er forseti bæjarstjórnar Grindavíkur og við fáum viðbrögð frá henni.
Allt að helmingur Dana sniðgengur bandarískar vörur vegna tollastríðs Donalds Trump Bandaríkjaforseta og ásækni hans í Grænland. Þetta sýnir ný könnun sem sjónvarpsstöðin TV2 lét gera. Við ræddum við Hauk Árna sem býr í Danmörku.
Og svo er það Brúðubíllinn Hörður Víðisson Steffensen leikari ákvað á dögunum að blása lífi í Brúðubílinn en segja má að Hörður sé að einhverju leyti alinn þar upp þar sem amma hans Helga Steffensen rak brúðubílinn um árabil.
Svp komu þau til okkar þau Eiríkur Bergmann og Hulda Þórisdóttir en Donald Trump Bandaríkjaforseti ákvað að opinbera leynisskjölin er varða morðið á John f. Kennedy.
Við kynntum okkur líka það sem boðið verður upp á í Kveiksþætti kvöldsins og spiluðum klippur úr þættinum en þar verður m.a. fjallað um jarðhræringar á Vesturlandi.
Fréttir
Fréttir
Utanríkisráðherra fordæmir loftárásir Ísraelshers á Gaza í nótt sem bundu enda á tveggja mánaða vopnahlé. Hún tekur undir með Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna, að stríðsrekstur Ísraela á Gaza beri öll einkenni þjóðarmorðs.
Húsnæðisstuðningur til Grindvíkinga verður lagður af um næstu mánaðamót. Fjögurhundruð fimmtíu og eitt heimili nýtti sér stuðninginn í síðasta mánuði.
Vladimir Pútín Rússlandsforseti er sagður hafa samþykkt hugmyndir um að Rússar og Úkraínumenn geri hlé á árásum á innviði og orkumannvirki næstu 30 daga. Þá eiga friðarviðræður að halda áfram án tafar.
Nærri þrjú hundruð blaðsíður af gögnum varpa nýju ljósi á hvers vegna nýtt meðferðarheimili fyrir börn hefur enn ekki risið í Garðabæ. Bygging heimilisins virðist hafa verið svæfð þegar Barnaverndarstofa var lögð niður.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Utanríkisráðherra fordæmir loftárásir Ísraelshers á Gaza í nótt sem bundu enda á tveggja mánaða vopnahlé. Hún tekur undir með Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna, að stríðsrekstur Ísraela á Gaza beri öll einkenni þjóðarmorðs.
Nærri þrjú hundruð blaðsíður af gögnum varpa ljósi á hvers vegna nýtt meðferðarheimili fyrir börn hefur enn ekki risið í Garðabæ. Bygging heimilisins virðist hafa verið svæfð þegar Barnaverndarstofa var lögð niður.
Í Undiröldinni heyrir þú nýja íslenska tónlist úr ýmsum áttum sem gæti mögulega slegið í gegn á næstu vikum. Þetta gæti verið popp, raftónlist, rapp, kántrí, þungarokk eða djass - en eina sem er 100% hægt að lofa - er að lögin sem eru spiluð eru ný og íslensk .
Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.
Lagalistinn
Sages - In the Sound of Breathing
Grýbos - Úllen dúllen doff
Pitenz - Fotoapéritif
Herbert Guðmundsson - Birta Drottins
Ari Árelíus - Sakramentið
Holy Hrafn. Vigdís Vala - Twinners
Bál - Absolution

Fréttastofa RÚV.

Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.
Lagalistinn

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og hefur verið í loftinu í áratugi.
Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson