16:05
Tónhjólið
Endalaust rými
Tónhjólið

Tónhjólið snýst og snýst og upp koma sögur af tónlist, nýrri og gamalli. Ólíkar stefnur og straumar skjóta upp kolli og líka hljóðfæri, hugtök og túlkunarmöguleikar. Hugað verður að einhverju því sem hæst ber á tónlistarsviðinu í heimi sígildrar tónlistar og djasstónlistar á hverjum tíma.

Renée Fleming syngur um endaleysi rýmisins, sem móðir Bakkusar. Paul Motian leggur til lag um endaleysu. Óskar Guðjónsson og Ife Tolentino halda áfram að spila og spjalla í stúdíói númer 12 í Efstaleiti, þar sem Pétur Grétarsson tók á móti þeim sumarið 2023.

Og þættinum lýkur í Fíladelfíu með ólíkum tónhöfundum - Nico Muhly og Bruce Springsteen.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst. 20 mín.
,