08:05
Á tónsviðinu
1. kafli fiðlukonserts í D-dúr eftir Beethoven
Á tónsviðinu

Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.

Í þættinum verður fluttur 1. kafli úr fiðlukonsert í D-dúr eftir Ludwig van Beethoven. Einleikari er María Dueñas, en hún er ein af bestu ungu fiðluleikurum okkar tíma og fékk 1. verðlaun í eldri flokki Yehudi Menuhin-fiðlukeppninnar árið 2021. Fiðlukonsertinn er saminn árið 1806, en María Dueñas leikur einnig einleikskadensur við hann frá ýmsum tímum. Í konsert er kadensa sérstakur kafli þar sem einleikarinn fær að láta ljós sitt skína meðan hljómsveitin þegir. Fyrr á öldum voru það yfirleitt ekki tónskáldin sjálf sem sömdu kadensurnar, heldur samdi hver einleikari sína kadensu og lék af fingrum fram. Því eru til margar kadensur við fiðlukonsert Beethovens, en óvanalegt að leika þær stakar eins og María Dueñas gerir. Hún leikur kadensur eftir Louis Spohr, Eugène Ysaÿe, Camille Saint-Saëns og Fritz Kreisler, auk þess sem hún leikur nýja kadensu eftir sjálfa sig í 1. kafla fiðlukonsertsins. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir.

Var aðgengilegt til 20. apríl 2024.
Lengd: 50 mín.
e
Endurflutt.
,