Bæn og hugleiðing að morgni dags.
Séra Siguvin Lárus Jónsson flytur.
Í þættinum verður ferðast á fáfarnar en áhugaverðar slóðir vítt og breitt um veröldina. Saga hvers staðar verður rakin og tónlist tengd honum leikin. Í hverjum þætti verður rætt við fólk sem hefur ferðast um viðkomandi land og það segir frá þeim áhrifum sem það varð fyrir af náttúru og menningu. Netfang þáttarins: <a href="mailto:[email protected]">[email protected]</a>
Umsjón Magnús R. Einarsson. Þættirnir eru einnig á Hlaðvarpi Rúv <a href="http://www.ruv.is/podcast"> HLAÐVARP RÚV</a>
Í þættinum er ferðast á fáfarnar en áhugaverðar slóðir vítt og breitt um veröldina. Saga hvers staðar er rakin og tónlist tengd honum leikin. Í hverjum þætti er rætt við fólk sem hefur ferðast um viðkomandi land og það segir frá þeim áhrifum sem það varð fyrir af náttúru og menningu.
Umsjón: Magnús R. Einarsson.
Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.
Í þættinum verður fluttur 1. kafli úr fiðlukonsert í D-dúr eftir Ludwig van Beethoven. Einleikari er María Dueñas, en hún er ein af bestu ungu fiðluleikurum okkar tíma og fékk 1. verðlaun í eldri flokki Yehudi Menuhin-fiðlukeppninnar árið 2021. Fiðlukonsertinn er saminn árið 1806, en María Dueñas leikur einnig einleikskadensur við hann frá ýmsum tímum. Í konsert er kadensa sérstakur kafli þar sem einleikarinn fær að láta ljós sitt skína meðan hljómsveitin þegir. Fyrr á öldum voru það yfirleitt ekki tónskáldin sjálf sem sömdu kadensurnar, heldur samdi hver einleikari sína kadensu og lék af fingrum fram. Því eru til margar kadensur við fiðlukonsert Beethovens, en óvanalegt að leika þær stakar eins og María Dueñas gerir. Hún leikur kadensur eftir Louis Spohr, Eugène Ysaÿe, Camille Saint-Saëns og Fritz Kreisler, auk þess sem hún leikur nýja kadensu eftir sjálfa sig í 1. kafla fiðlukonsertsins. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir.
Umsjónarmenn fá gesti í hljóðver sem ræða um sjálfsmynd frá ýmsum sjónarhornum.
Umsjón Gísli Sigurðsson og Ævar Kjartansson.
Fjallað er um það hvernig málið og menningin fléttast saman; hvernig uppruninn, sagan með öllum sínum samskiptum og átökum til okkar daga er fólgin í tungumálunum sem við tölum. Málin geyma fortíðina í sér um leið og þau endurspegla völd og hugmyndir fyrri tíma um hvaðeina; hvað sé jákvætt og rétt og hvernig hlutirnir eigi að vera - þótt við séum alltaf í óvissu um hvort komi fyrst, tungumálið eða samfélagið sem mótar tungumálið. Ótvírætt er þó að við notum tungumálin sem valdatæki í samskiptum kynja, stétta og þjóða. Dæmi um þetta má taka af stjórnmálum og skólum, hvort sem er í samskiptum milli einstaklinga, Íslendinga við fólk af öðrum málsamfélögum eða í átökum stórvelda á alþjóðavísu. Heimurinn sveiflast fyrir áhrif tungumálsins. Enn er það svo að vald yfir orðræðunni færir fólki veraldleg völd og þá ríður á að vera fyrstur að tileinka sér nýja miðla hverju sinni, hvort sem það er smáskeytatíst og aðrir samfélagsmiðlar, raunveruleikasjónvarp, kvikmyndatækni, útvarp, dagblöð, prentaðar bækur, handskrifaðar eða munnlega mælskulistin. Þau sem hafa nýtt sér nýjustu aðferðir hverju sinni við að miðla tungutakinu hafa með því náð að mynda nýja valdahópa sem hafa komist til áhrifa í krafti nýrrar miðlunar.
Veðurstofa Íslands.
Hún er ósýnileg en allt um kring. Fækkar handtökum en ógnar líka lifibrauði. Mun gervigreindin kollvarpa siðmenningunni eins og við þekkjum hana?
Eyrún Magnúsdóttir ræðir við sérfræðinga á ýmsum sviðum gervigreindar um stöðu og framtíð vitvéla.
Tæknin speglar fólkið sem býr hana til. Gervigreind lærir af mannfólkinu og þá skiptir ekki bara máli hvaða gögn eru notuð, heldur líka hver sér um kennsluna. Það er munur á því hvort það er Donald Trump sem matar gervigreindina á sinni heimssýn eða Vigdís Finnbogadóttir. Ýmsir hópar hafa krafist þess að eiga sæti við borðið og víða um heim hafa sprottið upp samtök tæknifólks úr sem tilheyrir minnihlutahópum sem vill að fjölbreyttar raddir heyrist við þróun gervigreindar. Rætt er við Sigyn Jónsdóttur tæknistjóra hugbúnaðarfyrirtækisins Öldu, en hún leggur áherslu á að fjölbreytileiki og inngilding þurfi að vera leiðarstef í þróun gervigreindar.
Guðsþjónusta.
Fíladelfíukirkjan í Reykjavík.
Samkirkjuleg bænavika.
Séra Jakob Rolland og séra Grétar Halldór Gunnarsson annast athöfnina.
Tónlistarflutningur: Kór og hljómsveit Fíladelfíu.
Píanóleikari og stjórnandi: Helga Vilborg Sigurjónsdóttir.
Íslenskt lag eða tónverk.
Útvarpsfréttir.
Rafmagnsviðgerðir halda áfram í Grindavík í dag. Rafmagn fór af bænum í nótt, bærinn er keyrður á varaafli þangað til búið er að tengja háspennulínu sem verið er að koma upp.
Framkvæmdastjóri fiskvinnslufyrirtækis í Grindavík vill að heimamenn stjórni aðgerðum í bænum en ekki utanaðkomandi í aðgerðarherbergjum í Reykjanesbæ eða í Reykjavík.
Dómsmálaráðherra segir dapurlegt að sjá hóp mótmælenda leggja Austurvöll undir sig í lengri tíma, og tekur þannig undir gagnrýni utanríkisráðherra. Hún hefur birt drög að frumvarpi sem heimilar frelsissviptingu og vistun útlendinga í lokuðu búsetuúrræði.
Þrettán voru drepnir í árás Úkraínuhers á markað í austurhluta landsins, þar sem Rússar fara með stjórn. Þá varð sprenging í eldsneytisbirgðastöð í höfn í Pétursborg í morgun og er Úkraínumönnum kennt um.
Lögreglustöð hefur verið opnuð á Hvammstanga á ný. Sveitarstjórinn segir stöðina auka öryggi íbúa til muna.
Vonast er til að borhola fyrirtækisins Krafla Magna Testbed við eldstöðina Kröflu við Mývatn muni hjálpa vísindamönnum að skilja hegðun eldfjalla. Til stendur að byrja að bora 2026.
Nú þarf að gera eitthvað. Tröllvaxnar áskoranir blasa við þjóðum heims í umhverfismálum. Klukkan tifar. Loftslagsváin herjar á mannkyn og álagið á náttúruna er komið langt yfir þolmörk. Í þessum þáttum er vandinn skoðaður frá mörgum sjónarhornum: Nokkur grundvallarhugtök umhverfismálanna eru tekin fyrir, sögur sagðar af uppruna þeirra, kafað í gögn og talað við fólk sem lifir og hrærist í umhverfismálum í alls konar geirum samfélagsins. Og síðast en ekki síst: Rýnt í lausnirnar.
Umsjón: Guðmundur Steingrímsson.
Getur verið að orsök vandans sé sú að mannkynið hefur vanmetið mikilvægi náttúrunnar?
Viðmælendur í þættinum eru Jón Geir Pétursson prófessor og Þorgerður María Þorbjarnardóttir formaður Landverndar.
Umsjón og dagskrárgerð: Guðmundur Steingrímsson. Ritstjórn og samsetning: Jóhannes Ólafsson. Tæknimaður: Markús Hjaltason.
Þáttaröðin er unnin með styrk úr sjóði Háskóla Íslands um samfélagsvirkni.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Úrval úr Lestarþáttum vikunnar.
Tónlist úr ýmsum áttum. Nýjar hljóðritanir Rásar 1 í bland við nýjar plötur íslenskrar og erlendrar tónlistar.
Tónhjólið snýst og snýst og upp koma sögur af tónlist, nýrri og gamalli. Ólíkar stefnur og straumar skjóta upp kolli og líka hljóðfæri, hugtök og túlkunarmöguleikar. Hugað verður að einhverju því sem hæst ber á tónlistarsviðinu í heimi sígildrar tónlistar og djasstónlistar á hverjum tíma.
Renée Fleming syngur um endaleysi rýmisins, sem móðir Bakkusar. Paul Motian leggur til lag um endaleysu. Óskar Guðjónsson og Ife Tolentino halda áfram að spila og spjalla í stúdíói númer 12 í Efstaleiti, þar sem Pétur Grétarsson tók á móti þeim sumarið 2023.
Og þættinum lýkur í Fíladelfíu með ólíkum tónhöfundum - Nico Muhly og Bruce Springsteen.
Þáttur um íslensku og önnur mál.
Umsjón: Anna Sigríður Þráinsdóttir, Atli Sigþórsson og Guðrún Línberg Guðjónsdóttir
Orð ársins 2023 er gervigreind, bæði að mati Stofnunar Árna Magnússonar og notenda Ríkisútvarpsins. Farið er yfir fyrri orð ársins og rýnt nánar í orðið gervigreind, merkingu þess og sögu ásamt því að skoða orð ársins víða um heim sem víða tengdust gervigreind.
Fréttir
Kvöldfréttir útvarps
Auka ríkisstjórnarfundur verður í fyrramálið. Formenn stjórnarandstöðuflokkanna hafa verið boðaðir til fundar að honum loknum. Aðgerðir vegna stöðunnar í Grindavík verða trúlega kynntar í kjölfarið.
Stórir drónar fljúga yfir Grindavík næstu vikur og mynda bæinn. Tilgangurinn er að staðsetja holrými.
Íbúi í Grindavík gagnrýnir að björgunarsveitir hafi ekki fengið að bjarga verðmætum í meira mæli úr bænum. Gríðarleg verðmæti fari forgörðum.
Vísindamenn segja að mannkynið verði að búa sig undir mögulegan faraldur ævafornra veira sem gætu vaknað úr dvala úr þiðnuðum sífrera í Síberíu.
Tveir eggjabændur hafa verið áminntir fyrir að hafa hænur enn í búrum. Hálft ár er síðan bann við að hafa varphænur í búrum tók gildi.
Benedikt Hermannson ræðir við góða gesti um tungumál tónfræðinnar og varpar ljósi á byggingareiningar tónlistarinnar.
Offors, óreiða og ófyrirsjáanleiki einkenndu hljómsveitina Klink. Tilfinningin í tónlistinni er augljóslega það sem er aðalatriðið en þegar skyggnst er undir húddið koma í ljós flóknar tónsmíðar. Meðlimir Klink voru þó ekki menntaðir atvinnudjasshljóðfæraleikarar heldur óstýrilátir unglingar. Frosti Jón Runólfsson trommari hljómsveitarinnar útskýrir málið.
Hægt er að hlusta á lagalista þáttarins á Spotify.
Veðurstofa Íslands.
Umsjón: Svanhildur Jakobsdóttir.
Í þættinum er fjallað um ævintýri H.C. Andersens, Nýju fötin keisarans, frá ýmsum ólíkum sjónarhornum.
Lesari: Hjalti Rögnvaldsson.
Umsjón: Arthúr Björgvin Bollason.
Í þættinum er fjallað um ævintýri H.C. Andersens, Nýju fötin keisarans, frá ýmsum ólíkum sjónarhornum. Flutt eru brot úr þýðingu umsjónarmanns á Draumaráðningum Freuds, auk kafla úr sagnabálki spænska skáldsins Dons Manuels frá 14. öld. Lesari með umsjónarmanni er Hjalti Rögnvaldsson, leikari.
Umsjón: Arthur Björgvin Bollason.
Gestur úr Mannlega þættinum talar um bækur.
Lesandi vikunnar í Mannlega þættinum í þetta sinn var Karen Björg Eyfjörð Þorsteinsdóttir handritshöfundur. Hún hefur verið ein handritshöfunda fjölda sjónvarpsþátta, til dæmis þáttanna Venjulegt fólk, Arfurinn minn og svo í síðasta áramótaskaupi RÚV. Og nú er búið að frumsýna nýja sjónvarpsþáttaröð, Kennarastofuna, þar sem hún er einnig í höfundateyminu. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Karen talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:
DNA e. Yrsu Sigurðardóttur
Þögli sjúklingurinn e. Alex Michaelides
Everything I Know bout Love e. Dolly Alderton
Duft e. Bergþóru Snæbjörnsdóttur
Leyndardómur ljónsins e. Þorgrím Þráinsson
Disneybækurnar
Í Kúrs gerast nemendur við Háskóla Íslands dagskrárgerðarmenn; segja sögur, kafa í fræðin og spyrja spurninga.
Í Kúrs gerast nemendur við Háskóla Íslands dagskrárgerðarmenn: segja sögur, kafa í fræðin og spyrja spurninga.
Þátturinn fjallar um ljósmynd sem birtist í NT föstudaginn 12.apríl árið 1985. Ljósmyndin er á forsíðu blaðsins og er af ungum strák sem stendur á sillu utan á húsi, útataður blóði með glerbrot í hönd. Höfundur þáttar sá ljósmyndina í tíma og gat ekki hætt að hugsa um hana. Þess vegna ákvað hún að rannsaka hvað er að ske á þessari ljósmynd og hver viðbrögð voru við myndinni.
Leiðbeinandi: Anna Marsibil Clausen.
Umsjón: Apríl Helgudóttir.
Veðurstofa Íslands.
Umsjón: Kristján Kristjánsson.
Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.
Ingibjörg Lárusdóttir fæddist í Húnavatnssýslu 1861 og bjó þar alla sína tíð. Á efri árum fór hún að skrifa m.a. æskuminningar og er þar um að ræða fallegar og áhrifamiklar frásagnir af innihaldsríku mannlífi þó fátækt sé mikil. Í þessum þætti er lýst ferð til grasa, þar sem náttúran leikur við hvern sinn fingur, en einnig undirbúningi að för bróður Ingibjargar til Ameríku, för sem er lituð miklum vonum um betri tíð en jafnframt sorg yfir aðskilnaði við ástvini.
Umsjón: Illugi Jökulsson.
Útvarpsfréttir.
Umsjón: Atli Már Steinarsson.
Við fögnum nýju ári og höldum áfram viskugöngu okkar á vorönn Þú veist betur. Það var ótalmargt sem fangaði athygli okkar árið 2023, vonandi verður árið 2024 ennþá skemmtilegra og fræðandi. Í þetta skiptið ætlum við að beina sjónum okkar að viðskiptasiðfræði og þar er það Ketill Berg Magnússon sem ætlar að stýra skútunni. Það er fínt að taka það fram að fræðigreinin er viðskiptasiðfræði en viðfangsefnið er viðskiptasiðferði, þessi orð munu koma fyrir sitt á hvað í þættinum en kjarnast í kringum sömu hugmynd. Við veltum fyrir okkur hvort það sé yfir höfuð hægt að kenna viðskiptasiðfræði, hvernig þessi hugtök, viðskipti og siðferði geti í raun farið saman, hvernig fræðigreinin verður til og hver sé hugsanleg ástæða þess að við virðumst heyra þessi orð meira undanfarin ár miðað við áður. Ásamt mörgu öðru auðvitað.
Jón eigrar um akra tónlistarinnar, léttstígur og viljugur með skemmtilega fróðleiksmola í farteskinu.
Íslensk tónlist spilar yfirleitt stórt hlutverk. Þægilegur og laufléttur morgunþáttur í umsjón frumherja Rásar 2.
Umsjón: Jón Ólafsson
Hey you er algengur lagatitill og spiluð voru fjögur slík lög. Sálardrottningin Aretha Franklin lét til sín taka og ákveðið lag með Múgsefjun var spilað tvisvar í röð. Meðal annarra flytjenda má nefna Backstreet Boys, Pálma Gunnarsson og hljómsveitina Bachman Turner Overdrive frá Winnipeg.
Krummi Björgvinsson leggur áherslu á gamaldags tónlist í bland við nýlegri tóna.
Krummi kom víða við í þættinum að þessu sinni og lék tóna úr öllum áttum, frá Kenýa til kántrý goðsagna.
Lagalisti:
1. Ondara - Lebanon.
2. Willie Nelson, Merle Haggard - Unfair Weather Friend.
3. Alberta Cross - Mercy.
4. The Cave Singers - Distant Sures.
5. Dylan Leblanc - Coyote.
6. Cordelia - Little Life.
7. Cody Parks and The Dirty South, Natalie Brady - Nutshell.
8. Kalli - This Is Goodbye.
9. Searows - Older.
10. John Martyn - Don´t Want To Know.
11. The Band - Book Faded Brown.
12. Ryan Adams - Who Is Going To Love Me Know, If Not You.
13. The Paper Kites - Till The Flame Turns Blue.
14. Bruce Springsteen - Straight Time.
15. Jason Isbell and The 400 Unit - Miles.
Útvarpsfréttir.
Rafmagnsviðgerðir halda áfram í Grindavík í dag. Rafmagn fór af bænum í nótt, bærinn er keyrður á varaafli þangað til búið er að tengja háspennulínu sem verið er að koma upp.
Framkvæmdastjóri fiskvinnslufyrirtækis í Grindavík vill að heimamenn stjórni aðgerðum í bænum en ekki utanaðkomandi í aðgerðarherbergjum í Reykjanesbæ eða í Reykjavík.
Dómsmálaráðherra segir dapurlegt að sjá hóp mótmælenda leggja Austurvöll undir sig í lengri tíma, og tekur þannig undir gagnrýni utanríkisráðherra. Hún hefur birt drög að frumvarpi sem heimilar frelsissviptingu og vistun útlendinga í lokuðu búsetuúrræði.
Þrettán voru drepnir í árás Úkraínuhers á markað í austurhluta landsins, þar sem Rússar fara með stjórn. Þá varð sprenging í eldsneytisbirgðastöð í höfn í Pétursborg í morgun og er Úkraínumönnum kennt um.
Lögreglustöð hefur verið opnuð á Hvammstanga á ný. Sveitarstjórinn segir stöðina auka öryggi íbúa til muna.
Vonast er til að borhola fyrirtækisins Krafla Magna Testbed við eldstöðina Kröflu við Mývatn muni hjálpa vísindamönnum að skilja hegðun eldfjalla. Til stendur að byrja að bora 2026.
Umsjón: Ýmsir.
Áfram höldum við að kynnast fólki sem starfar fyrir aftan myndavélarnar og lætur efnið sem sést í sjónvarpinu verða að veruleika. Næst í röðinni er Ragnheiður Thorsteinsson. Ragga eins og hún er oftast kölluð færði okkur SPK, Fólk með Sirrý, Stundina okkar, Steinsteypuöldina, Kiljuna og miklu fleira.
Rúnar Róberts í huggulegum helgargír.
Við heyrðum topplagið í Bretlandi á þessum degi, 21. janúar árið 1984, sem var lagið Pipes of peace með Paul McCartney. Hvað er að vera í vikunni framundan í helstu boltaíþróttunum skoðað. Eitís plata vikunnar var Popped in, souled out frá 1987 með skotunum í Wet Wet Wet. Nýjan ellismell vikunnar áttu The Cult. Nýja lagið þeirra heitir Flesh and bone. Þá var kynntur til sögunnar ný Eitís varða; 12 tomma vikunnar. Það eru Duran Duran sem ríða á vaðið með laginu Planet earth og það er svokallað night mix af laginu.
Lagalistinn:
14:00
Sléttuúlfarnir - Hring eftir hring
ELO - Showdown
Paul McCartney - Pipes of peace (Topplagið í UK 1984)
Empire of the sun - Walking on a dream
The Rolling Stones - Mess it up
Marillion - Kayleigh
Gosi og Salómen Katrín - Tilfinningar
The Cranberries - Ode to my family
Duran Duran - Planet earth (night mix) (Tólf tomma vikunnar)
Beck - Up all night
Ultravox - Love's great adventure
15:00
KK - Þjóðvegur 66
Billy Joel - Uptown girl
Earth, wind & fire - September
Wet Wet Wet - Whishing I was lucky (Eitís plata vikunnar)
Wet Wet Wet - Sweet little mistery (Eitís plata vikunnar)
Flott - Með þér líður mér vel
Pat Benatar - Fire and ice
Bee Gees - Night fever
AC/DC - Rock and roll ain't noise pollution
The Cult - Flesh and bone (Nýr ellismellur vikunnar)
Egó - Móðir
Næsland og Erna Hrönn - Þrái þig að fá
The Housemartins - Build
Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í næsta haust eru 30 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.
Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson
Í Rokklandi vikunnar heyrum við lög af ýmsum plötum sem bresku músíkblöðin Mojo og Uncut segja að séu bestu plötur ársins 2023.
Fréttir
Kvöldfréttir útvarps
Auka ríkisstjórnarfundur verður í fyrramálið. Formenn stjórnarandstöðuflokkanna hafa verið boðaðir til fundar að honum loknum. Aðgerðir vegna stöðunnar í Grindavík verða trúlega kynntar í kjölfarið.
Stórir drónar fljúga yfir Grindavík næstu vikur og mynda bæinn. Tilgangurinn er að staðsetja holrými.
Íbúi í Grindavík gagnrýnir að björgunarsveitir hafi ekki fengið að bjarga verðmætum í meira mæli úr bænum. Gríðarleg verðmæti fari forgörðum.
Vísindamenn segja að mannkynið verði að búa sig undir mögulegan faraldur ævafornra veira sem gætu vaknað úr dvala úr þiðnuðum sífrera í Síberíu.
Tveir eggjabændur hafa verið áminntir fyrir að hafa hænur enn í búrum. Hálft ár er síðan bann við að hafa varphænur í búrum tók gildi.
Tónlistinn er vinsældalisti Íslands. Listinn er samantekt á mest spiluðu lögunum á útvarpsstöðvunum Bylgjunni, FM957, X-inu 977, Rás 2 og K100, sem og á streymisveitum. Listinn er unninn af Félagi hljómplötuframleiðenda og er á dagskrá Rásar 2 alla sunnudaga.
Umsjón: Helga Margrét Höskuldsdóttir.
Vinsælustu lögin á Íslandi vikuna 14.-21. janúar 2024.
Fréttastofa RÚV.
Umsjón: Andrea Jónsdóttir.
Íslensk dægurlagasaga í tali og tónum. Í þáttunum er eitt ár í íslenskri dægurlagtónlistarasögu tekið fyrir í einu frá árinu 1980 til 2020. Umsjónarmenn: Ásgeir Eyþórsson og Gunnlaugur Jónsson.
Helstu straumar og stefnur í íslenskri tónlist eru til umfjöllunar og eitt ár tekið fyrir í einu.
Hjálmar heilla með seiðandi reggítónum, partýhetjan Love Guru slær í gegn, það eru gleðitímar hjá Kalla Bjarna og Stuðmenn eru í takt við tímann. Nylon er alls staðar, Raggi Bjarna er í flottum jakka, Ragnheiður Gröndal syngur vetrarljóð og Rafn Jónsson kveður sáttur. Mammút sigrar í Músíktilraunum, Múm leggur land undir fót en Geir Harðarson nemur land. Í svörtum fötum tryllir landann, Mínus túrar beggja vegna Atlantshafsins, Brain Police æfir stíft og Aldrei fór ég suður fer af stað. Ellen syngur sálma, Bubbi syngur um íslenska sjómenn en Hvanndalsbræður eru hrútleiðinlegir.
Meðal viðmælenda í 28. þættinum, þar sem haldið verður áfram að fjalla um íslenska tónlistarárið 2004 eru Guðmundur Kristinn Jónsson, Ragnheiður Gröndal, Örn Elías Guðmundsson, Einar Jónsson, Þórður Helgi Þórðarson, Margrét Eir Hjartardóttir, Einar Bárðarson, Ragnar Bjarnason, Rafn Ragnar Jónsson, Egill Örn Rafnsson, Ragnar Sólberg Rafnsson, Bubbi Morthens, Birgitta Haukdal, Erpur Eyvindarson, Jón Björn Ríkharðsson, Björn Stefánsson og Þorkell Máni Pétursson.
Umsjón: Ásgeir Eyþórsson og Gunnlaugur Jónsson.
Lagalisti:
Hjálmar - Jamm og Jú/Kindin Einar/Bréfið/Borgin
Stuðmenn - Í takt við tímann/Fönn fönn fönn
Ragnheiður Gröndal - Húmar að/Landgangur/Ítem/Dís
Geir Harðarson - Aha
Mugison - I?d Ask
Gus Gus - Call Of The Wild
Kalli Bjarni - Gleðitímar+
Jón Sig - I Don?t Wan?t To Talk About It
Maus - Over Me Under Me
Í Svörtum Fötum - Meðan ég sef/Eitt
Love Guru - Ástarblossi/1,2 Selfoss
Singapore Sling - Life Is Killing My Rock 'n' roll
Mammút - Mosavaxin börn
Hvanndalsbræður - Kisuklessa
MÚM - Weeping Rock Rock
Margrét Eir - Í næturhúmi/Einn góðan dag
Nylon - Allstaðar/Lög Unga fólsins/Bara í nótt
Ragnar Bjarnason - Flottur jakki/Barn
Rabbi - Fuglar geta ekki flotið á tungliu/Veðrið er gott fyrir vestan
Páll Rósinkrans - Nátturubarn/Lífið sjálft
Bubbi Morthens - Íslenskir sjómenn/Þetta mælti hann
Ellen Kristjánsdóttir - Nú legg ég augun aftur
Írafár - lífið
Birgitta Haukdal - Vögguvísa án söngs/Söngur súkkulaðiprinsessunnar
Hæsta hendin - Norður/Botninn upp
Brain Police - Coed Fever/Mr. Dolly
Mínus - Angel In Disguise
Slowblow - Cardboard Box
Draupner - Draumkvæði
Ellen Kristjánsdóttir - Guð gaf mér eyra
Daysleeper - Looking To Climb