23:10
Frjálsar hendur
Ingibjörg Lárusdóttir - Unaður við Blöndu og Ameríkuferð
Frjálsar hendur

Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.

Ingibjörg Lárusdóttir fæddist í Húnavatnssýslu 1861 og bjó þar alla sína tíð. Á efri árum fór hún að skrifa m.a. æskuminningar og er þar um að ræða fallegar og áhrifamiklar frásagnir af innihaldsríku mannlífi þó fátækt sé mikil. Í þessum þætti er lýst ferð til grasa, þar sem náttúran leikur við hvern sinn fingur, en einnig undirbúningi að för bróður Ingibjargar til Ameríku, för sem er lituð miklum vonum um betri tíð en jafnframt sorg yfir aðskilnaði við ástvini.

Umsjón: Illugi Jökulsson.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 50 mín.
,