20:20
Lesandi vikunnar
Karen Björg Eyfjörð Þorsteinsdóttir
Lesandi vikunnar

Gestur úr Mannlega þættinum talar um bækur.

Lesandi vikunnar í Mannlega þættinum í þetta sinn var Karen Björg Eyfjörð Þorsteinsdóttir handritshöfundur. Hún hefur verið ein handritshöfunda fjölda sjónvarpsþátta, til dæmis þáttanna Venjulegt fólk, Arfurinn minn og svo í síðasta áramótaskaupi RÚV. Og nú er búið að frumsýna nýja sjónvarpsþáttaröð, Kennarastofuna, þar sem hún er einnig í höfundateyminu. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Karen talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:

DNA e. Yrsu Sigurðardóttur

Þögli sjúklingurinn e. Alex Michaelides

Everything I Know bout Love e. Dolly Alderton

Duft e. Bergþóru Snæbjörnsdóttur

Leyndardómur ljónsins e. Þorgrím Þráinsson

Disneybækurnar

Er aðgengilegt til 20. janúar 2025.
Lengd: 15 mín.
e
Endurflutt.
,