Popppunktur

Atvinnumenn - Áhugamenn

Til auka spennuna eftir sjálfum úrslitaleiknum er blásið til aukaleiks. Í honum mætast eintómir poppfræðisnillingar og límheilar. Fyrir hönd atvinnumanna keppa Kjartan Guðmundsson af Fréttablaðinu, Atli Fannar frá Monitor og Óli Palli, Popplandskonungur af Rás 2. Þetta sterka lið mætir afburðafólki „utan úr bæ“, þeim Bertel Andréssyni, Helgu Þóreyju Jónsdóttur og Birni Gunnlaugssyni.

Frumsýnt

5. okt. 2013

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Popppunktur

Popppunktur

Dr. Gunni og Felix Bergsson stjórna spurningakeppni hljómsveita. Í þáttunum takast íslenskar hljómsveitir á í æsandi spurningaleik, þar sem gáfur og viska, ásamt snerpu, atgervi og heppni ráða niðurstöðunni - og tónlistarhæfileikar. Meðal þeirra hljómsveita sem keppa eru Buff, Ljótu hálfvitarnir, Jeff Who?, Baggalútur, Hvanndalsbræður, múm, Sigur Rós og Áhöfnin á Halastjörnunni. Þættirnir voru frumsýndir á RÚV sumarið 2009. Stjórn upptöku: Helgi Jóhannesson.

Þættir

,