Popppunktur

Baggalútur - Buff

Stóru B-in tvö mætast í sjötta þætti Popppunkts. Nei, ekki Bubbi, Bjöggi, Björk eða Bjartmar, heldur Bugg og Buffalútar, nei ég meina Buff og Baggalútur. Þessar vinasveitir leggja vináttuna á hilluna og takast á eins og poppnaut í flagi í æsandi leik. Fulltrúar Buffs eru Hannes, Bergur og Stefán, en Guðmundur, Karl og Bragi keppa fyrir Lútinn. Einhver fer líklega grenja í þessum þætti.

Frumsýnt

20. júlí 2013

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Popppunktur

Popppunktur

Dr. Gunni og Felix Bergsson stjórna spurningakeppni hljómsveita. Í þáttunum takast íslenskar hljómsveitir á í æsandi spurningaleik, þar sem gáfur og viska, ásamt snerpu, atgervi og heppni ráða niðurstöðunni - og tónlistarhæfileikar. Meðal þeirra hljómsveita sem keppa eru Buff, Ljótu hálfvitarnir, Jeff Who?, Baggalútur, Hvanndalsbræður, múm, Sigur Rós og Áhöfnin á Halastjörnunni. Þættirnir voru frumsýndir á RÚV sumarið 2009. Stjórn upptöku: Helgi Jóhannesson.

Þættir

,