Popppunktur

FM Belfast - Jeff Who?

Í sjöunda þætti Popppunkts keppa tvær ofursvalar miðbæjarsveitir, FM Belfast og Jeff Who? Búast við miklum vígamóði og æsispennandi leik. Frá hinni dansvænu sveit FM Belfast mæta Lóa, Árni og Árni, en rokkvænir Baddi, Elli og Þormóður keppa fyrir hönd Jeff Who? Það verður ekkert elsku mamma þegar þessar sveitir takast á.

Frumsýnt

3. ágúst 2013

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Popppunktur

Popppunktur

Dr. Gunni og Felix Bergsson stjórna spurningakeppni hljómsveita. Í þáttunum takast íslenskar hljómsveitir á í æsandi spurningaleik, þar sem gáfur og viska, ásamt snerpu, atgervi og heppni ráða niðurstöðunni - og tónlistarhæfileikar. Meðal þeirra hljómsveita sem keppa eru Buff, Ljótu hálfvitarnir, Jeff Who?, Baggalútur, Hvanndalsbræður, múm, Sigur Rós og Áhöfnin á Halastjörnunni. Þættirnir voru frumsýndir á RÚV sumarið 2009. Stjórn upptöku: Helgi Jóhannesson.

Þættir

,