Popppunktur

Sprengjuhöllin - Ljótu hálfvitarnir

Í þriðja þætti Popppunkts mæta hinir Ljótu hálfvitar frá Norðurlandi og borgarbörnin í Sprengjuhöllinni. Báðar sveitirnar eru þekktar fyrir hafa innanborðs bæði mikil gáfumenni og ærslabelgi. Liðsmenn Ljótu hálfvitanna hafa þegar getið sér gott orð í spurningaþættinum Útsvari, en Sprengjuhöllin var með strangt æfingarprógramm fyrir keppnina. Fyrir hönd hálfvita keppa Eddi, Gummi og Ármann en Bergur Ebbi, Snorri og Atli sprengja fyrir höll.

Frumsýnt

22. júní 2013

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Popppunktur

Popppunktur

Dr. Gunni og Felix Bergsson stjórna spurningakeppni hljómsveita. Í þáttunum takast íslenskar hljómsveitir á í æsandi spurningaleik, þar sem gáfur og viska, ásamt snerpu, atgervi og heppni ráða niðurstöðunni - og tónlistarhæfileikar. Meðal þeirra hljómsveita sem keppa eru Buff, Ljótu hálfvitarnir, Jeff Who?, Baggalútur, Hvanndalsbræður, múm, Sigur Rós og Áhöfnin á Halastjörnunni. Þættirnir voru frumsýndir á RÚV sumarið 2009. Stjórn upptöku: Helgi Jóhannesson.

Þættir

,