Morgunútvarpið

13. nóv. -Æskan, blaðaljósmyndun, stjórnmál ofl..

Við fáum til okkar sagnfræðinginn Önnu Dröfn Ágústsdóttur sem hefur kafað ofan í líf, sögu og verk Óla K., fyrsta fastráðna blaðaljósmyndarans á Íslandi.

Við rýnum í nýkynntar niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar. Ragný Þóra Guðjohnsen, dósent á Menntavísindasviði Háskóla Íslands og faglegur stjórnandi Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar kemur til okkar.

Við höldum síðan áfram ræða vendingar í þýskum stjórnmálum en ríkisstjórnin þar í landi sprakk í síðustu viku, mikið gengur á og líklegt er kosið verði í febrúar. Við ræðum við Eirík Ásþór Ragnarsson, hagfræðing sem er búsettur í Þýskalandi.

Brynjólfur Gauti Guðrúnar Jónsson, doktorsnemi í tölfræði við Háskóla Íslands, og Hafsteinn Einarsson, nýdoktor í stjórnmálafræði, koma til okkar í lok þáttar en þeir halda úti síðunni Metill.is þar sem birt er kosningalíkan sem spáir fyrir um úrslit kosninganna á annan hátt en gert hefur verið.

Við höldum síðan áfram ræða við frambjóðendur þeirra flokka sem bjóða fram til Alþingis, í þetta skiptið Höllu Hrund Logadóttur, oddvita Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi og Ásthildi Lóu Þórsdóttur, oddvita Flokks fólksins, í sama kjördæmi.

Frumflutt

13. nóv. 2024

Aðgengilegt til

13. nóv. 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,