Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, tilkynnti í gær að stjórnarsamstarfinu yrði slitið og boðað yrði til kosninga í nóvember. Við ætlum að ræða þessa ákvörðun og það sem tekur við í þætti dagsins, fyrst við formenn ungliðahreyfinga ríkisstjórnarflokkanna, Viktor Pétur Finnsson, formann Sambands ungra sjálfstæðismanna, Jósúa Gabríel Davíðsson, formann UVG, og Gunnar Ásgrímsson, formaður Sambands ungra Framsóknarmanna, en síðastnefnda sambandið sendi frá sér ályktun í gær þar sem ákvörðun um stjórnarslit voru sögð heigulsháttur.
Andrés Jónsson, almannatengill, rýnir í stöðu mála.
Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, ræðir við okkur um ákvörðun forsætisráðherra og setur í sögulegt samhengi.
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, verða gestir okkar eftir átta fréttir.
Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður VG, og Vilhjálmur Árnason, varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, ræða málin í lok þáttar.