Morgunútvarpið

Svaðilför í Ísafjarðardjúpi, Rafhjólaklúbbur Akureyrar, dregið úr gjaldfrjálsum námsgögnum í Hafnarfirði og tæknihornið

Ingi Guðna­son, frá Bæj­um á Snæfjalla­strönd, á mögulega kuldagalla og stígvélum líf sitt launa. Hann þurfti ganga um 20 kílómetra leið í slagviðri um verslunarmannahelgina eftir hann festi bíl sinn, þegar vegurinn um Kaldalón í Ísafjarðardjúpi lokaðist vegna vatnavaxta. Hann gekk alla nóttina til koma sér í skjól og símasamband, og það var mikið lán hann skyldi vera með kuldafötin í bílnum. Ingi kom til okkar og sagði okkur betur frá þessari svaðilför.

Í kringum Akureyri eru ýmsar skemmtilegar hjólaleiðir. Rafhjólaklúbbur Akureyrar stendur fyrir alls konar hjólaferðum sem henta bæði byrjendum og lengra komnum, ungum sem öldnum. Við slógum á þráðinn til Davíðs Rúnars Gunnarssonar, eins stofnenda klúbbsins, og fengum bæði ferðasögur og upplýsingar um hvað er á döfinni hjá klúbbnum.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, telur sóun fólgin í því skólar bjóði nemendum upp á gjaldfrjáls námsgögn. Hún segir börn beri síður virðingu fyrir hlutum sem þau eigi ekki sjálf. Í viðtali við Morgunblaðið vísaði hún til þess Hafnarfjarðarbær hefði ákveðið draga úr gjaldfrjálsum námsgögnum vegna aukinnar sóunar. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, kom til okkar og sagði frá því hvernig þessum málum er háttað þar í bæ.

Við fengum svo til okkar tæknispekúlantinn Guðmund Jóhannsson, sem er alltaf með eitthvað fróðlegt og skemmtilegt í farteskinu.

Lagalisti:

Unnsteinn Manuel Stefánsson og Haraldur ari Stefánsson - Til þín

R.E.M. - Losing My Religion

Jagúar - One Of Us

Oasis - Don't Look Back In Anger

Daði Freyr Pétursson - I'm not bitter

Chappell Roan - Good Luck, Babe!

Bob Marley - Buffalo soldier

Langi Seli og Skuggarnir - Breiðholtsbúgí

Bubbi Morthens - Brotin loforð

U2 - Hold Me, Thrill Me, Kiss Me, Kill Me

Michael Kiwanuka - One More Night

Frumflutt

13. ágúst 2024

Aðgengilegt til

13. ágúst 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,