• 00:25:26Tímarit Hinsegin daga
  • 00:36:34Óeirðir í Bretlandi
  • 00:51:38Frú Halla Tómasdóttir
  • 01:17:48Vísindahornið með Sævari Helga

Morgunútvarpið

Tímarit Hinsegin daga, óeirðir í Bretlandi, fyrstu dagar Höllu Tómasdóttur í embætti forseta Íslands og vísindahornið

Út er komið tímarit Hinsegin daga en það hefur komið út árlega í 24 ár. Tímaritið er í ár efnismeira en nokkru sinni fyrr. Líkt og fyrri ár fjallar tímaritið um ýmis mál sem brenna á hinsegin samfélaginu um þessar mundir auk þess lyfta hinsegin sögu, menningu og listum ónefndri umfjöllun um helstu viðburði á dagskrá Hinsegin daga 2024. Ritstjóri tímaritsins er Bjarndís Helga Tómasdóttir og hún sagði okkur nánar frá efnistökum.

Neyðarfundir hafa verið haldnir í Bretlandi vegna mótmæla og óeirða sem þjóðernissinnar hafa staðið fyrir. Forsætiráðherrann segir þetta eigi ekkert skylt við mótmæli og hefur boðað hörð viðbrögð við því. Óeirðaseggir hafa verið handteknir og flýtimeðferð fyrir dómstólum. Við hringdum til Lundúna og heyrðum í Sigrúnu Sævarsdóttur-Griffiths sem þar er búsett og hefur fylgst með málum.

Hvernig ætli fyrsta helgin í embætti forseta Íslands sé? Þessu veltum við fyrir okkur og þá dugði ekkert annað en hafa samband við Höllu Tómasdóttur sjálfa, nýjan forseta Íslands. Hún var gestur okkar og sagði okkur upp og ofan af fyrstu dögunum í embætti.

Og í lok þáttar heyrðum við í Sævari Helga Bragasyni sem var þessu sinni með vísindahorn sitt beint frá Danmörku.

Lagalisti:

Nýdönsk - Frelsið

Bubbi Morthens - Tveir tveir fjórir

Roxy Music - More Than This

The Kooks - Naive

Valdís og JóiPé - Þagnir hljóma vel

Kaleo - All the pretty girls

The Police - Every Little Thing She Does is Magic

Árný Margrét - I went outside

Depeche Mode - Policy Of Truth

Frumflutt

6. ágúst 2024

Aðgengilegt til

6. ágúst 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,