Í sumar fer fram tónleikaröð til styrktar Lystigarðinum á Akureyri. Allur ágóði af tónleikunum rennur til Lystigarðsins og verður eyrnamerktur vetrarþjónustu. Reynir Grétarsson, veitingamaður á veitingastaðnum Lyst sem er staðsettur í garðinum, var á línunni.
Sævar Helgi Bragason kom til okkar með nýjustu fréttir af vísindunum.
Á eftir hittast 24 fjölskyldur í Hafnarfirðinum, þar af 13 flóttafjölskyldur, til að rækta saman grænmeti. Fjölskyldurnar fá fræðslu frá garðyrkjufræðingi og geta byrjað að setja upp garðana sína á meðan þau kynnast vinafjölskyldum.
Carmen Fuchs, sérfræðingur í málefnum flóttafólks, iðjuþjálfi og lýðheilsufræðingur, sagði okkur betur frá verkefninu.
Í dag er Reykjanesbær 30 ára en bærinn varð til við sameiningu Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna árið 1994. Bærinn mun fagna tímamótunum með ýmsum hætti. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, var á línunni.
Velsældarþing er haldið í annað sinn og hefur vakið athygli víða um heim sem skilar sér í því að alþjóðastofnanir, sérfræðingar og fræðimenn taka þátt í þinginu að þessu sinni. Við fengum til okkar Dr. Dóru Guðrúnu Guðmundsdóttur, sem er ráðstefnustjóri, til að segja okkur nánar hvað á að ræða þarna.
Tónlist:
Helgi Björnsson - Himnasmiðurinn.
Júlí Heiðar og Kristmundur Axel - Ég er.
Bubbi Morthens og Das Kapital - Blindsker.
Jess Glynne - Don't Be So Hard On Yourself.
Teddy Swims - The Door.
Todmobile- Stúlkan.
Albatross - Ég sé sólina.
The Stranglers - Skin Deep.
Lizzo - JUICE.
Elton John- I'm still standing.
Axel Flóvent - When the Sun Goes Down.
Bjarni Arason - Þegar sólin sýnir lit.