ok

Morgunútvarpið

Leikhússkóli, kosningar, heilabilanir, reykingar, íþróttir og arftakastjórnun.

Þjóðleikhúsið hefur sett á laggirnar nýjan leikhússkóla, sem býður upp á einstakt tækifæri fyrir ungt fólk á aldrinum 18-22 ára, með brennandi áhuga á leikhúsi, til að kynna sér leikhús frá ólíkum hliðum og efla færni sína og þekkingu. Vala Fannell, sem er skólastjóri og aðalkennari leikhússkólans, sagði okkur allt um skólann.

Kosningavikan er hafin og af því tilefni fengum við Kristínu Edwald formann lands­kjör­stjórn­ar í morgunkaffi.

Í dag fer fram ráðstefna í tengslum við evrópskt háskólanet sem Háskólinn í Reykjavík er hluti af, NeurotechEU. Þetta evrópska háskólanet einblínir á rannsóknir á heilanum, en um er að ræða rannsóknir sem hafa mikilvæg samfélagsleg áhrif, t.d. varðandi heilabilanir og heilaáverka. Til að segja okkur nánar frá hvað eigi að ræða þarna komu til okkar þær dr. Kamilla Rún Jóhannsdóttir og dr. Bryndís Björk Ásgeirsdóttir.

Mikið hefur verið rætt um skaðsemi reykinga, rafretta og níkótínpúða uppá síðkastið enda virðist unga fólkið okkar sækjast í þetta í auknu mæli. Forvarnir eru besta vörnin er oft sagt en höfum við slakað á þeim efnum? Þau Sigrún Elva Einarsdóttir og Steinar B. Aðalbjörnsson, sérfræðingar hjá Krabbameinsfélaginu í fræðslu og forvörnum, ræddu þetta við okkur.

Helga Margrét Höskuldsdóttir fór yfir íþróttahelgina með okkur.

Við kynnum okkur arftakastjórnun í lok þáttar. Arftakastjórnun felur í sér stöðuga viðleitni stjórna og forstjóra til að byggja upp með markvissum hætti, hæfni og getu einstaklinga til að gegna lykilstöðum innan félaga. Þær Dr. Ásta Dís Óladóttir, prófessor og formaður Jafnvægisvogarinnar og Anna Regína Björnsdóttir, forstjóri Coca - Cola á Íslandi, fræddu okkur um arftakastjórnun.

Lagalisti:

Salka Sól Eyfeld - Sólin og ég

Genesis - That's all

Feldberg - Dreamin'

Kiriyama Family - Disaster

Snorri Helgason og Friðrik Dór Jónsson - Birta

Macy Gray - I Try

Una Torfadóttir - Þú ert stormur (Pride lagið 2023)

Frumflutt

27. maí 2024

Aðgengilegt til

27. maí 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,