Morgunútvarpið

Verkfallsaðgerðir FFR, áfram Ísland, vorverkin, Liverpool klúbburinn 30 ára og fréttir vikunnar.

Fé­lags­menn í Fé­lagi flug­mála­starfs­manna rík­is­ins (FFR) og Sam­eyk­is hafa samþykkt verk­fallsaðgerðir á Kefla­vík­ur­flug­velli. Um 80% fé­lags­manna FFR greiddu at­kvæði með aðgerðunum. Við slóum á þráðinn til Unnars Arnar Ólafssonar, formanns FFR.

Starfshópur mennta- og barnamálaráðherra sem Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri ÍSÍ, leiddi hefur skilað tillögum sínum til ráðherra um hvernig hátta eigi afreksíþróttastarfi á Íslandi til hámarka árangur íþróttafólks og efla íþróttir almennt í landinu. Vésteinn var gestur Morgunútvarpsins þegar vinna starfshópsins fór af stað og mætti til okkar með niðurstöðurnar.

Við höfum blaðrað ýmislegt misgáfulegt um garðverkin í þættinum í vikunni. Því var auðvitað tilvalið kalla til fagmann til leiðbeina okkur frekar. Vilmundur Hansen garðyrkjufræðingur leit við hjá okkur í kaffispjall um vorlauka og fleira til.

Liverpool klúbburinn á Íslandi fagnar þrjátíu ára afmæli um þessar mundir. því tilefni verður blásið til heljarinnar veislu þann 8. Maí. Tveir fyrrum leikmenn mæta í fjörið svo eitthvað nefnt. Katrín Magnúsdóttir og Elísabet Ósk Guðmundsdóttir, stjórnarmeðlimir í Liverpool klúbbnum kíktu í heimsókn.

Eins og alltaf á föstudögum fáum við til okkar góða gesti til fara yfir það sem þeim þótti standa upp úr í fréttum vikunnar. Þau Vigdís Häsler, lögfræðingur og fyrrverandi framkvæmdastjóri Bændasamtakanna og Sveinn Waage, markaðsstjóri og fyrirlesari fóru yfir þær með okkur.

Frumflutt

3. maí 2024

Aðgengilegt til

3. maí 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,