Morgunútvarpið

Kvenheilsa, skoðanakannanir, eurovision, Snerting, nýtt kvikuhlaup og vísindahorn

Við ræddum kvenheilsu og hvaða tækifæri liggja í sumrinu sem er framundan tengt heilsunni. Hvað er mikilvægt fyrir konur huga þegar breytingaskeiðið nálgast eða færist yfir? Sonja Bergmann hjúkrunar-og fjölskyldufræðingur ræddi við okkur í upphafi þáttar.

Við héldum áfram velta fyrir okkur því sem stjórnmálafræðingar segja geti stefnt í einhvern mest spennandi forsetaslag sem sést hefur hér á landi. Spennan minnkaði síst þegar skoðanakannanir tóku nokkuð óvænta stefnu í síðustu viku. Baldur Héðinsson, stærðfræðingur og sérfræðingur í skoðanakönnunum kíkti til okkar í þetta skiptið.

Fyrsta æfing Heru Bjarkar á sviðinu í Malmö í Svíþjóð fór fram á sunnudagsmorguninn. Við heyrðum í Rúnari Frey Gíslasyni, farastjóra íslenska hópsins.

Snerting, nýjasta kvikmynd Baltasars Kormáks, er byggð á samnefndri skáldsögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar, sem var mest selda bókin á Íslandi árið 2020 og hlaut mikið lof gagnrýnenda. Hún verður heimsfrumsýnd á Íslandi þann 29.maí n.k. Freyr Gígja Gunnarsson, fréttamaður, settist niður með Baltasar Kormáki í vikunni.

Hægt hefur á landrisi við Svartsengi og kvikumagn þar undir orðið á við það sem hefur sést rétt fyrir fyrri gos. Fyrir u.þ.b. 40 klukkustundum síðan sagði Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur líklegt drægi til tíðinda innan 48 klst. Megum við eiga von á mikilli aukningu goss eða jafnvel nýju eldgosi í dag eða nótt? Þorvaldur kíkti í spjall.

Sævar Helgi Bragason var svo hjá okkur í lok þáttar.

Frumflutt

30. apríl 2024

Aðgengilegt til

30. apríl 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,