Mannlegi þátturinn

Lausnahringur Arnrúnar, Einar krossgátusmiður og seinni hluti Júlíu og járnkallsins

Samtalið fræðsla er ekki hræðsla er forvarnarverkefni með það markmiði efla fræðslu og forvarnir gegn ofbeldi og vanrækslu barna. Verkefnið nær til barna, starfsfólks skóla og frístundastarfs, uppalenda og allra áhugasamra sem vilja bæta framtíð barna. Arnrún María Magnúsdóttir leikskólakennari hefur mótað og þróað verkefnið frá aldamótum, en það hefur hlotið fjölda tilnefninga til foreldraverðlauna Heimilis og skóla undanfarin ár. Við fengum Arnrúnu Maríu til segja okkur betur frá því í þættinum.

Krossgátur eru fyrirbæri sem kom fram á 19.öld og þær urðu gríðarlega vinsælar á þriðja áratug síðustu aldar, í bókaformi, tímaritum og dagblöðum. Krossgátur hafa einnig verið vinsælar hér á landi lengi og við rákum augun í eina slíka í Skessuhorni, fréttaveitu Vesturlands og í texta við hana stóð hún væri eftir Einar G. Pálsson í Borgarnesi, þetta var hans fyrsta krossgáta en hann var sem sagt taka við af Erlu Guðmundsdóttur sem hafði samið krossgátur í Skessuhorn frá því þær birtust fyrst þar. Einar átti erindi í höfuðborgina í dag og við nýttum tækifærið og fengum hann til segja okkur aðeins frá krossgátuáhuga sínum og því semja krossgötur.

Og svo í lokin var það fyrsta Heilsuvakt ársins með Helgu Arnardóttur. Við heyrðum sögu Júlíu Þorvaldsdóttur í síðustu Heilsuvakt ársins 2025 þar sem hún sagði frá þrekraun sinni þegar hún keppti í hálfum járnkarli (eða þríþraut) í Portúgal í fyrra. Þar hjólaði hún 90 km, hljóp hálft maraþon og synti 1,9 kílómetra. Við heyrðu í dag seinni hluta vitalsins við Júlíú, í honum segir hún frá undirbúningnum fyrir svona líkamlegt afrek og hvernig hún hefur umbylt lífi sínu nánast öllu leyti og byrjað fyrir alvöru gera hreyfingu stórum hluta í sínu lífi. Júlía þjáist einnig af miklu svefnleysi og hefur gert í nánast aldarfjórðung en segir hreyfingu breyta allri sinni líðan og svefnheilsu.

Tónlist í þættinum:

Bíldudals grænar baunir / Baggalútur (Valgeir Guðjónsson)

Enginn eins og þú / Mannakorn (Magnús Eiríksson)

Tico Tico / Les Baxter (Les Baxter)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

13. jan. 2026

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,