ok

Mannlegi þátturinn

Diljá Sveinsdóttir dansari, Kváradagurinn og Ingunn á heilsuvaktinni

Íslenski danflokkurinn frumsýnir á föstudaginn Hringir Orfeusar og annað slúður, nýtt verk eftir Ernu Ómarsdóttur. Ýmis tungumál eru notuð í verkinu, þar á meðal íslenskt táknmál sem er blandað inn í hreyfingar dansanna. Diljá Sveinsdóttir dansari í dansflokknum, missti heyrnina mjög ung og hefur notað táknmál frá barnsaldri og hún dansar alltaf með heyrnatæki, en hún hefur stundað dans nánast allt sitt líf. Diljá kom í þáttinn og sagði okkur sína sögu og frá sýningunni.

Kváradagurinn er í dag. Kvár eru þau sem skilgreina sig utan kynjatvíhyggjunnar, eða hvorki sem karl né konu. Flest fólk hugsar lítið sem ekkert út í kynvitund sína því hún samræmist því kyni sem því var úthlutað við fæðingu. Það er kallað að vera sískynja. Annað fólk efast eða er fullvisst um að það kyn sem því var úthlutað við fæðingu sé ekki þess rétta kyn. Það er kallað að vera trans. Það trans fólk sem upplifir kyn sitt hvorki sem karl eða konu heldur utan tvíhyggju kynjakerfisins er kallað kynsegin. Ólöf Bjarki Antons stjórnmálafræðingur kom til okkar í dag í tilefni af Kváradeginum.

Ingunn Gubrandsdóttir, jógakennari og heilsuþjálfi, fannst fullt tilefni til að ræða meira um streitu og áhrif hennar og stofnaði hópinn Streitutips á Facebook í því augnamiði að minna fólk á einföld ráð við streitu og hvernig við getum komist hjá henni í amstri dagsins. Hún segir djúpa öndun það allra mikilvægasta þar sem við gleymum hreinlega að anda djúpt í miklum önnum og stressi, en hreyfing og viðvera í náttúrunni og jafnvel með gæludýr draga líka verulega úr áhrifum streitu. Helga Arnardóttir ræddi við Ingunni á dögunum sem við heyrðum á Heilsuvaktinni í dag.

Tónlist í þættinum í dag:

Ég veit þú kemur / Ellý Vilhjálms (Ási í Bæ og Oddgeir Kristjánsson)

Töfrar / Silfurtónar (Júlíus Heimir Ólafsson)

Í fjarlægð / Björgvin Halldórsson (Karl O. Runólfsson, texti Cæsar, eða Valdimar Hólm Hallstað)

Puppet on a String / Sandie Shaw (Bill Martin & Phil Coulter)

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

25. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,