• 00:06:30Hannes Þór Halldórsson - föstudagsgestur
  • 00:24:33Hannes Þór - seinni hluti
  • 00:40:07Matarspjallið - smá- og piparkökur

Mannlegi þátturinn

Hannes Þór föstudagsgestur og smákökumatarspjall

Föstudagsgestur þáttarins í þetta sinn er þjóðþekktur fyrir afrek sín í íþróttum og kvikmyndagerð. Út er komin bókin Handritið mitt um Hannes Halldórsson fyrrverandi markvörð, landsliðsmann og kvikmyndagerðarmann, sem var einmitt föstudagsgestur okkar í dag. Bókina skrifar Magnús Örn Helgason sem lýsir knattspyrnuferli Hannesar frá upphafi til enda, allt frá Shellmótinu árið 1994 þar sem hann var valinn besti markvörðurinn til haustsins 2021 þegar hann lagði skóna á hilluna eða markmannshanskana sína öllu heldur. Hannes var lykilmaður í landsliðinu sigursæla sem þjóðin fylgdist með en þó með allt annan bakgrunn og öðruvísi líf en flestir liðsfélagar hans. Hann fór seint í atvinnumennsku, glímdi við erfið meiðsl fyrir tvítugt, sem kostuðu hann mikið, en aldrei gafst hann upp. Við ræddim við Hannes í dag, gerðum upp knattspyrnuferilinn og ræddum hina ástríðu hans, auglýsinga- og kvikmyndaleikstjórn, en nýlega kom út þáttaröð tvö af vinsæla strákabandinu ICE GUYS á Sjónvarpi Símans sem Hannes leikstýrir og framleiðir. Markmannshanskar, vítaspyrna Messi, axlameiðsli, kvikmyndagerðin og verkefnin framundan voru meðal þess sem rætt var við Hannes.

Svo var það matarspjallið með Sigurlaugu Margréti. Í dag ræddum við um smákökur og piparkökur. Það eru auðvitað uppskriftirnar, sortirnar og allt það sem sækir okkur á þessum árstíma.

Tónlist í þættinum:

Ævilagið / Hljómsveitin Eva (Jóhanna Vala Höskuldsdóttir og Sigríður Eir Zophoníasardóttir)

Vetrarsól / Krummi Björgvinsson (Gunnar Þórðarson, texti Ólafur Haukur Símonarson)

Þegar vetur / Iceguys (Friðrik Dór Jónsson, Jón Jónsson, Ásgeir Orri Ásgeirsson, Árni Páll Árnason, Aron Can Gultekin, Rúrik Gíslason)

UMSJÓN HELGA ARNARDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

29. nóv. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Þættir

,