Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Efnahagsmálin eru það málefni sem kjósendur telja vera mikilvægast í komandi kosningun. Stýrivextir Seðlabankans og verðbólga hafa verið í hæstu hæðum undanfarið og margt dunið á íslensku efnhagslífi síðustu ár. Kastljós tók stöðuna á efnahagsmálunum í aðdraganda kosninga. Í lok þáttar kynnumst við persónulegu hliðinni af Arnari Þór Jónssyni formanni hins ný stofnaða Lýðræðisflokks.
Þáttaröð í tíu hlutum um íslenskar kvikmyndir allt frá fyrri hluta 20. aldar til samtímans. Í hverjum þætti er ákveðið tímabil tekið fyrir, fjallað um kvikmyndir þess tímabils og sýndir valdir hlutar úr þeim. Rætt er við á annað hundrað kvikmyndagerðarmenn, leikara og kvikmyndasérfræðinga um verkin og margvíslega fleti íslenskrar kvikmyndagerðar. Leikstjóri: Ásgrímur Sverrisson.
Tímamót verða í sögu íslenskra kvikmynda þegar Börn náttúrunnar er tilnefnd til Óskarsverðlauna. Á þessum tíma koma fram nýiir leikstjórar sem beina sjónum sínum að borgarumhverfinu og höfða til unga fólksins. Gluggað er í myndirnar Börn náttúrunnar, Sódóma Reykjavík, Veggfóður, Svo á jörðu sem á himni, Benjamín dúfa, Tár úr steini og Ingaló.
Sjö döff nemendur frá fjórum Norðurlandanna hefja nám í leiklistarskóla í Stokkhólmi. Í þessum sænsku heimildarþáttum sjáum við þau glíma við verkefni á borð við slæman fjárhag, líkama sinn, sjálfsmynd, rödd og ekki síst tungumálið og svo spurninguna um hvað þarf til að verða góður leikari.
Fjórir þættir þar sem fylgst er með þeim Rósu Gísladóttur myndlistarmanni, Ásu Björk Ólafsdóttur presti, Hallfríði Ólafsdóttur flautuleikara og Yrsu Sigurðardóttur rithöfundi. Dagskrárgerð: Eggert Gunnarsson.
Hallfríður Ólafsdóttir, flautuleikari, er leiðari í Sinfóníuhljómsveit Íslands, kennari og höfundur bókanna um Maximús Músíkús sem gefnar hafa verið út víðsvegar um heiminn.
Þáttur um mannlífið í landinu. Landinn leitar uppi skemmtilegt fólk í bæjum og sveitum og skoðar áhugaverða staði landshorna á milli. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Þórdís Claessen, Hafsteinn Vilhelmsson, Elsa María Guðlaugs - Drífudóttir og Amanda Guðrún Bjarnadóttir. Dagskrárgerð: Jóhannes Jónsson, Elvar Örn Egilsson, Hjalti Stefánsson og Björgvin Kolbeinsson.
Í Landanum í kvöld förum við upp á Hofsjökul með starfsfólki Veðurstofunnar til að mæla breytingar á jöklinum, við kíkjum inn í Óskarsbragga á Raufarhöfn, við heyrum í austfirsku þungarokkshljómsveitinni Chögma og við tökum þátt í Stapavöku í Stapaskóla í Innri Njarðvík.
Keppni í skapandi þrautum. Skaparar og keppendur hafa 10 mínútur til að klára þraut og taka þátt í Stórhættulegu spurningakeppninni. Þegar tíminn er hálfnaður draga keppendur babb-spjöld. Að sjálfsögðu endar þetta á vænni slímgusu. Dagskrárgerð: Sigyn Blöndal og Sindri Bergmann Þórarinsson.
Salka og Kormákur fá það verðuga verkefni að búa til eldflaug á 10 mínútum. Hvernig standa þau sig í stórhættulegu spurningakeppninni? Annað þeirra fær á sig slím... kannski bæði ef það er jafntefli.
Birta og Jean segja frá því hvernig þú getur orðið hugmyndasmiður. Hugmyndasmiður er sá sem fær hugmynd og hefur hugrekki og kraft til að láta hana verða að veruleika. Þau spjalla við íslenska hugmyndasmiði um uppfinningarnar þeirra og ræða hvers vegna hugmyndasmiðir eru mikilvægir fyrir bæði nútíð og framtíð. Umsjón: Birta Steinunn Sunnu Ægisdóttir og Jean Daníel Seyo Sonde. Þættirnir eru framleiddir af KrakkaRÚV í samstarfi við verkefnið Hugmyndasmiðir, sem fræðir krakka um nýsköpun. Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á vefsíðunni hugmyndasmidir.is
Birta og Jean kynna Verkfærakistu hugmyndasmiðsins sem allir krakkar geta lært að tileinka sér.
Ólafía og Hekla eru uppátækjasamar og forvitnar vinkonur sem stelast til að framkvæma hinar ótrúlegustu vísindalegu tilraunir í skólanum sínum, með misgóðum árangri. Leikarar: Auður Óttarsdóttir og Guðbjörg Marý Eyjólfsdóttir.
Hekla og Ólafía prufa sig áfram í að búa til fljúgandi furðuhlut, eða svifflugur. Tekst þeim að koma þeim á loft?
Dídí og Aron fjalla um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Í hverjum þætti er eitt markmið tekið fyrir. Við getum öll lagt okkar af mörkum svo hægt sé að ná heimsmarkmiðunum fyrir árið 2030 og í kjölfarið gera heiminn að betri stað. Umsjón: Aron Gauti Kristinsson og Steinunn Kristín Valtýsdóttir. Þættirnir eru unnir í samstarfi við forsætisráðuneytið og utanríkisráðuneytið.
Það kannast allir við það að verða stundum svangir . Það er alveg ferlegt. Í þættinum í dag kynnumst við orðinu fæðuóöryggi sem er notað þegar einhver veit ekki hvort eða hvenær hann fær næstu máltíð . Við fræðumst um Dr. Norman E. Borlaug sem bjargaði milljónum frá hungursneyð með því að finna upp nýja korntegund. Við getum nefnilega öll lagt okkar af mörkum.
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Eldgos, kosningar, dr. Gunni og lúðrasveit. Hvað gæti farið úrskeiðis í krakkafréttum dagsins?
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Svartsengislína Landsnets rofnaði í morgun þegar hraun rann undir hana í eldgosinu í Sundhnúksgígjaröðinni. Nils Gústavsson framkvæmdastjóri rekstrar og eigna hjá Landsneti er gestur Kastljóss og ræðir áhrif umbrotanna á Reykjanesskaga á orkuinnviði. Kastljós heldur síðan áfram umfjöllun um ýmis málefni í aðdraganda kosninga og nú eru það húsnæðismál - en þau hafa verið einn helsti drifkrafturinn i verðbólgunni. Farið er að draga úr uppbyggingu og rík krafa er um að stjórnvöld bregðist við því.
Viðtalsþættir þar sem rætt er við forystufólk flokka í framboði til alþingiskosninga.
Dagskrárliður er textaður með sjálfvirkri textun í beinni útsendingu.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður Pírata, situr fyrir svörum um störf sín og stefnumál.
Myndband frá Barnaheill um málefni barna á flótta. Rætt er við börn frá Úkraínu, Palestínu og Grindavík sem deila reynslu sinni af því að þurfa að flýja heimili sitt og festa rætur á nýjum stað. Myndbandið er framleitt í tilefni dags mannréttinda barna.
Finnlandssænskir heimildarþættir um kvenlega fegurð og öldrun. Þáttastjórnandinn Eva Kela leit áhyggjur kvenna af því að eldast hornauga en nú þegar hún er sjálf komin yfir fertugt og farin að finna aldursmerki á eigin skinni áttar hún sig á því hversu sterk áhrif fegurðarstaðlar hafa á hana. Hún ræðir við konur komnar yfir fertugt sem veita innsýn inn í breytt útlit sitt og líðan.
Sannsöguleg bresk þáttaröð frá 2023 um leitina að raðmorðingjanum sem kallaður er kviðristan frá Yorkshire. Sögur fórnarlamba hans og vinnubrögð lögreglunnar eru í forgrunni. Yfir þúsund lögregluþjónar tóku þátt í leitinni sem stóð yfir frá 1975 til 1981 og varð rannsóknin til þess að breska lögreglan breytti verklagi sínu til frambúðar. Aðalhlutverk: Jack Deam, Kris Hitchen og Lee Ingleby. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.
Önnur þáttaröð þessara íslensku dramaþátta. Benedikt Ríkharðsson snýr aftur í stjórnmál eftir að hafa tekið sér leyfi frá embætti forsætisráðherra vegna geðhvarfa. Hann kemur auga á ýmis konar ranghugmyndir stjórnkerfisins um samfélagið sem honum reynist erfitt að fá breytt enda brennimerktur vegna fordóma í garð geðsjúkdóma. Aðalhlutverk: Ólafur Darri Ólafsson og Aníta Briem. Leikstjórn: Arnór Pálmi Arnarson og Katrín Björgvinsdóttir.
Benedikt mætir andstöðu vegna fjármögnunar geðheilbrigðismála sem hefur í för með sér árekstra við aðra ráðherra og áhyggjur af stöðugleika hans. Hegðun hans verður óstöðugri og Steinunn og Grímur eiga erfitt með að takast á við afleiðingarnar. Steinunn dýpkar þátttöku sína í stjórnmálum en Grímur er klofinn milli hollustu og metnaðar.