19:35
Kastljós
Staða orkuinnviða vegna eldgoss og húsnæðismál
Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Svartsengislína Landsnets rofnaði í morgun þegar hraun rann undir hana í eldgosinu í Sundhnúksgígjaröðinni. Nils Gústavsson framkvæmdastjóri rekstrar og eigna hjá Landsneti er gestur Kastljóss og ræðir áhrif umbrotanna á Reykjanesskaga á orkuinnviði. Kastljós heldur síðan áfram umfjöllun um ýmis málefni í aðdraganda kosninga og nú eru það húsnæðismál - en þau hafa verið einn helsti drifkrafturinn i verðbólgunni. Farið er að draga úr uppbyggingu og rík krafa er um að stjórnvöld bregðist við því.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 25 mín.
Dagskrárliður er textaður.
Bein útsending.
,