23:50
Eftir brúðkaupið
Efter brylluppet
Dönsk dramamynd frá 2006 í leikstjórn Susanne Bier. Jacob rekur barnaheimili á Indlandi sem er á barmi gjaldþrots. Hann fær óvenjulegt tilboð frá dönskum viðskiptamanni sem býður honum veglegan styrk með þeim skilyrðum að hann komi til Danmerkur og verði viðstaddur brúðkaup dóttur hans. Brúðkaupið veldur þáttaskilum í lífi Jacobs og hann neyðist til að taka erfiðar ákvarðanir. Aðalhlutverk: Mads Mikkelsen, Sidse Babett Knudsen og Rolf Lassgård. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Er aðgengilegt til 25. mars 2025.
Lengd: 1 klst. 58 mín.
Ekki við hæfi yngri en 12 ára.
Aðgengilegt eingöngu á Íslandi.
e