17:00
Stundin okkar - Tökum á loft
Jólastundin 2024
Loft hefur svifið um loftin blá frá örófi alda án þess að lenda nokkurn tímann á jörðu. Það kynnist ævintýralegri tilvist mannsbarna í gegnum sjónaukann sinn og endurspeglar sjálft sig í þeim.
Loft er ekki vant því að halda upp á jólin í faðmi mannorma en Áróru, Sunnu og Mána hefur verið boðið í jólaboð um borð í loftbelgnum hjá Lofti.
Það fer þó ekki betur en svo að Loft klúðrar málunum og Sjón fer á stúfana að leita lausna. Áður en hún veit af er hún lögst í ferðalag um fortíð og nútíð samtímis og rekst á ferðum sínum á hljómsveitina Flott, sem kveður um hana Grýlu gömlu.
Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 25 mín.
Dagskrárliður er textaður.