22:00
Napóleonsskjölin
Íslensk spennumynd frá 2023 byggð á samnefndri skáldsögu Arnalds Indriðasonar. Þegar bróðir lögfræðingsins Kristínar rekst á þýskt flugvélarflak úr seinni heimstyrjöldinni á toppi Vatnajökuls dragast þau bæði inn í atburðarás upp á líf og dauða, hundelt af mönnum sem svífast einskis við að halda áratuga gamalt leyndarmál. Leikstjóri: Óskar Þór Axelsson. Aðalhlutverk: Vivian Ólafsdóttir, Jack Fox, Iain Glen, Ólafur Darri Ólafsson, Atli Óskar Fjalarsson, Þröstur Leó Gunnarsson og Nanna Kristín Magnúsdóttir. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Er aðgengilegt til 25. mars 2025.
Lengd: 1 klst. 51 mín.
Ekki við hæfi yngri en 12 ára.
Aðgengilegt eingöngu á Íslandi.
Dagskrárliður er textaður.