Sænskur heimildarþáttur frá 2023 þar sem fylgst er með nokkrum karlmönnum fara til hárgreiðslumannsins Rickards í þeim tilgangi að fela hármissi. Þeir ræða á einlægan hátt um hármissinn, karlmennsku og kynþokka.
Ellefta þáttaröð breska myndaflokksins Ljósmóðurinnar, sem er byggður á sannsögulegum heimildum um ljósmæður og skjólstæðinga þeirra í fátækrahverfi í austurborg London á sjöunda áratugnum. Meðal leikenda eru Vanessa Redgrave, Laura Main, Jenny Agutter og Stephen McGann.
Í þessari tíu þátta röð spjallar Ásgrímur Sverrisson við íslenska kvikmyndaleikstjóra um myndir þeirra. Brugðið er upp völdum atriðum og rætt um hugmyndirnar sem að baki verkunum liggja.
Í þessum þætti ræðir Ásgrímur við kvikmyndaleikstjórann Óskar Jónasson um feril hans og þeir skoða saman brot úr myndum Óskars. Sýnd eru brot úr myndunum Sjúgðu mig Nína, SSL-25, Sódóma Reykjavík, Perlur og Svín, Rót, Fiskur, Áramótaskaup sjónvarpsins, Úr öskunni í eldinn og Limbó.
Þættir frá 2011 þar sem fjallað er um klassíska- og samtímatónlist í víðum skilningi og leitast við að kynna hana á skemmtilegan, aðgengilegan og fjölbreyttan hátt. Tónlistarfólk kemur saman í stúdíói, spjallar um tónverk og leikur þau líka. Þá er rætt við sérfræðinga og áhugamenn úr ýmsum áttum. Umsjónarmenn eru Víkingur Heiðar Ólafsson og Halla Oddný Magnúsdóttir. Dagskrárgerð: Helgi Jóhannesson og Viðar Víkingsson.
Í þessum þætti höldum við okkur á flekamótum listgreinanna og tölum við þá sem reyna að sameina þær.
Sigurlaug Margrét Jónasdóttir fær til sín góða gesti úr öllum áttum og ræðir við þá undir fjögur augu. Gestirnir eiga það sameiginlegt að hafa áhugaverða sögu að segja. Dagskrárgerð: Ragnheiður Thorsteinsson.
Vilborg Arna Gissurardóttir hefur staðið upp á toppi Everest en segist ekki vera áhættusækin. Hún var í ofbeldissambandi í þrjú ár og telur mikilvægt að bæði gerendur og þolendur leiti sér aðstoðar. Vilborg er gestur Sigurlaugar Margrétar í Okkar á milli.
Önnur þáttaröð um eyðibýli á Íslandi. Þar sem á árum áður voru reisulegir sveitabæir með iðandi mannlífi standa nú húsin tóm. Rætt er um byggingu bæjanna og talað við fólk sem tengist stöðunum á einn eða annan hátt. Farið er í Fjallssel, Hraun, Langholtspart, Mið-Kárastaði, Núpsstað og Selstaði. Umsjón: Guðni Kolbeinsson. Dagskrárgerð: Björn Emilsson.
Farið er á Suðurlandsundirlendið, í Flóann, að bænum Langholtsparti. Þar bjuggu síðast öndvegishjónin Sveinn Jónsson og Eyrún Guðjónsdóttir.
Hver skrifar sögu okkar? Það fer eftir ýmsu, svo sem þjóðerni, kyni eða uppruna, og sama atburði má lýsa á marga mismunandi vegu. Fornleifauppgröftur, nýjar rannsóknir eða annar tíðarandi getur líka valdið því að sagnfræðin verði endurskoðuð. Emma Molin og Özz Nûjen hjálpa okkur að sjá fleiri en eitt sjónarhorn á sögunni.
Broddi og Oddlaug eru litlir broddgeltir, sem elska að fara út og kanna heiminn. Þau eru yfirleitt bestu vinir og skemmta sér saman í hinum ýmsu leikjum.
Litla Ló býr með Kisu, bróður sínum Húgó, foreldrum sínum - og líka álfinum Búa sem býr í holu í veggnum. Búi er algjör töframaður og á hverjum degi býður hann Litlu Ló og Kisu í nýtt ævintýri úti í náttúrunni.
Vandaðir þættir þar sem hugur og skynjun barna eru örvuð á sjónrænan hátt án orða.
Rán er ung og hress stelpa sem styttir sér stundir með ímynduðu vinkonu sinni. En hún Rún virðist raunverulegri en flestir.
Litlu lundasystkinin Úna og Bubbi búa á eyjunni Lundakletti. Þau lenda sífellt í nýjum ævintýrum með vinum sínum.
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Bakkelsi í dag. Krakkafréttir dagsins: 1. Vísindakakó 2. Kleinudagurinn.
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
Íþróttafréttir.
Veðurfréttir.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Viðtalsþættir þar sem rætt er við forystufólk flokka í framboði til alþingiskosninga.
Dagskrárliður er textaður með sjálfvirkri textun í beinni útsendingu.
Sanna Magdalena Mörtudóttir, formaður Sósíalistaflokksins, situr fyrir svörum um störf sín og stefnumál.
Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson fá til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni.
Tólf dagar til Alþingiskosninga og spennan eykst. Andrés Ingi Jónsson kemur frá Pírötum, Ásthildur Lóa Þórsdóttir frá Flokki fólksins, Guðmundur Ingi Guðbrandsson frá Vinstri grænum, Gunnar Smári Egilsson frá Sósíalistaflokknum og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir frá Viðreisn til að ræða lokasprettinn fram á kjördag. Þá er rætt við Mary Robinson, fyrrverandi forseta Írlands og mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna, um stöðuna í heiminum eftir stórsigur Donalds Trump og repúblikana í Bandaríkjunum.
Finnskir þættir þar sem viðmælendur, sem allir eru um og yfir 100 ára, ræða um lífið og dauðann, ástina, gleðina, sorgina og tilganginn með lífinu.
Nýjustu fréttir og íþróttir kvöldsins. Alla mánudaga til fimmtudaga.
Veðurfréttir
Rannsóknarlögreglumaðurinn Tom Brannick snýr aftur í annarri þáttaröð þessara bresku sakamálaþátta. Brannick telur morð á spilltum endurskoðanda tengjast dularfullum leigumorðingja úr fortíðinni sem aldrei náðist. Aðalhlutverk: James Nesbitt, Lorcan Cranitch og Charlene McKenna. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Heimildarþáttaröð um birtingarmyndir kynvitundar kvenna í sjónvarpi. Kastljósi er brugðið á fimm leiknar persónur í fimm þáttum sem brutu blað í sjónvarpssögunni og mörkuðu skil. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Franskir heimildaþættir frá 2020. Tvö listaverk eftir sitt hvorn listmálarann eru borin saman og fjallað er um hvernig list á í stöðugu samtali við samtímann.
Myndefni í þættinum getur vakið óhug.
Oddvitar allra flokka mætast til að ræða málefnin sem brenna á kjósendum í kjördæminu.
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.