20:35
Silfrið
Seinni hálfleikur kosningabaráttunnar og blikur á lofti í heiminum
Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson fá til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni.
Tólf dagar til Alþingiskosninga og spennan eykst. Andrés Ingi Jónsson kemur frá Pírötum, Ásthildur Lóa Þórsdóttir frá Flokki fólksins, Guðmundur Ingi Guðbrandsson frá Vinstri grænum, Gunnar Smári Egilsson frá Sósíalistaflokknum og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir frá Viðreisn til að ræða lokasprettinn fram á kjördag. Þá er rætt við Mary Robinson, fyrrverandi forseta Írlands og mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna, um stöðuna í heiminum eftir stórsigur Donalds Trump og repúblikana í Bandaríkjunum.
Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 53 mín.
Bein útsending.