14:50
Fjórar konur
Rósa Gísladóttir
Fjórar konur

Fjórir þættir þar sem fylgst er með þeim Rósu Gísladóttur myndlistarmanni, Ásu Björk Ólafsdóttur presti, Hallfríði Ólafsdóttur flautuleikara og Yrsu Sigurðardóttur rithöfundi. Dagskrárgerð: Eggert Gunnarsson.

Í þættinum er fylgst með Rósu Gísladóttur myndlistarmanni frá því að hugmynd kviknaði að sýningu í listasafninu Mercati di Traiano í miðborg Rómar í fyrrasumar. Öll verkin voru unnin í fullri stærð á Íslandi og flutt til Rómar. Þar voru þau sett upp á áður nefndu safni sem er við Keisaratorgið. Í þættinum kynnumst við listamanninum og verkum hennar í gegnum samtöl og vinnu hennar við verkin.

Er aðgengilegt til 29. janúar 2025.
Lengd: 30 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliður er textaður.
,