Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Tæpt ár er liðið síðan Grindvíkingar þurftu að yfirgefa heimili sín vegna vegna jarðelda. Á morgun verður haldin ráðstefna almannavarnasviðs ríkislögreglustjóra, þar sem meðal annars verður rætt hvaða áhrif hamfarir geta haft á börn til lengri tíma og mikilvægi þess að bregðast rétt við. Jóhanna Lilja Birgisdóttir, sálfræðingur og framkvæmdastýra Þjónustuteymis um félagsleg málefni Grindvíkinga, og Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir, fagstjóri endurrreisnar hjá Almannavörnum, voru gestir Kastljóss.
Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í næstu viku. Það er mjótt á munum og engin leið að spá um hvort Kamala Harris eða Donald Trump standi með pálmann í höndunum. Við spáum í spilin með Birni Malmquist fréttamannim sem er á leið til Bandaríkjanna að fjalla um kosningarnar.
Stuttmyndamaraþonið Dægurflugan var haldið á dögunum en þar sameinuðu sjötíu upprennandi kvikmyndagerðarmenn krafta sína og gerðu fjórar stuttmyndir frá upphafi til enda á sólarhring. Við skoðum brot úr myndunum.