Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Tæpt ár er liðið síðan Grindvíkingar þurftu að yfirgefa heimili sín vegna vegna jarðelda. Á morgun verður haldin ráðstefna almannavarnasviðs ríkislögreglustjóra, þar sem meðal annars verður rætt hvaða áhrif hamfarir geta haft á börn til lengri tíma og mikilvægi þess að bregðast rétt við. Jóhanna Lilja Birgisdóttir, sálfræðingur og framkvæmdastýra Þjónustuteymis um félagsleg málefni Grindvíkinga, og Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir, fagstjóri endurrreisnar hjá Almannavörnum, voru gestir Kastljóss.
Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í næstu viku. Það er mjótt á munum og engin leið að spá um hvort Kamala Harris eða Donald Trump standi með pálmann í höndunum. Við spáum í spilin með Birni Malmquist fréttamannim sem er á leið til Bandaríkjanna að fjalla um kosningarnar.
Stuttmyndamaraþonið Dægurflugan var haldið á dögunum en þar sameinuðu sjötíu upprennandi kvikmyndagerðarmenn krafta sína og gerðu fjórar stuttmyndir frá upphafi til enda á sólarhring. Við skoðum brot úr myndunum.
Tíunda þáttaröð breska myndaflokksins Ljósmóðurinnar, sem er byggður á sannsögulegum heimildum um ljósmæður og skjólstæðinga þeirra í fátækrahverfi í austurborg London á sjöunda áratugnum. Meðal leikenda eru Vanessa Redgrave, Laura Main, Jenny Agutter og Stephen McGann.
Fjórir þættir þar sem fylgst er með þeim Rósu Gísladóttur myndlistarmanni, Ásu Björk Ólafsdóttur presti, Hallfríði Ólafsdóttur flautuleikara og Yrsu Sigurðardóttur rithöfundi. Dagskrárgerð: Eggert Gunnarsson.
Í þættinum er fylgst með Rósu Gísladóttur myndlistarmanni frá því að hugmynd kviknaði að sýningu í listasafninu Mercati di Traiano í miðborg Rómar í fyrrasumar. Öll verkin voru unnin í fullri stærð á Íslandi og flutt til Rómar. Þar voru þau sett upp á áður nefndu safni sem er við Keisaratorgið. Í þættinum kynnumst við listamanninum og verkum hennar í gegnum samtöl og vinnu hennar við verkin.
Í þáttaröðinni ræðir Eva María Jónsdóttir við konur sem hafa rutt brautina í einhverjum skilningi. Konurnar hafa bæði fengist við störf sem teljast hefðbundin karlastörf, fetað hina hálu braut stjórnmálaframa og komið fram með nýjungar á markaði eða í listum. Þær lýsa á mjög fjölbreyttan hátt glímu sinni við starfið, almenningsálitið og löngun til að stækka eigin hugmyndaheim. Dagskrárgerð: Eiríkur Ingi Böðvarsson.
Ragnhildur Helgadóttir var með fyrstu konum á Íslandi til að ljúka námi í lögfræði. Hún var eina konan á Alþingi Íslendinga árið 1956, þá 26 ára. Hún reyndist öflug og úthaldsgóð og ruddi ýmsar brautir fyrir kynsystur sínar á vettvangi stjórnmála.
Þáttur um mannlífið í landinu. Landinn leitar uppi skemmtilegt fólk í bæjum og sveitum og skoðar áhugaverða staði landshorna á milli. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Þórdís Claessen, Hafsteinn Vilhelmsson, Elsa María Guðlaugs - Drífudóttir og Amanda Guðrún Bjarnadóttir. Dagskrárgerð: Jóhannes Jónsson, Elvar Örn Egilsson, Hjalti Stefánsson og Björgvin Kolbeinsson.
Í Landanum í kvöld ætlum við að fræðast um silungsveiði i Mývatni, við skoðum tæki og tól í Vik í Mýrdal, við kikjum inn í slaturhús sem fengið hefur nýtt hlutverk og kynnumst því hvernig hestar eru notaðir við endurhæfingu fólks.
Fjölskyldu- og skemmtiþáttur frá 2018. Jón Jónsson fær til sín hressar fjölskyldur sem etja kappi í bráðfyndnum spurningaleikjum og þrautum. Dagskrárgerð: Rúnar Freyr Gíslason. Upptökustjórn: Þór Freysson.
Sérstakur Hrekkjavökuþáttur Fjörskyldunnar!
Fjölskyldur Merkurgötu og Hrauntúns etja kappi í skuggalegri keppni.
Lið Merkurgötu skipa Ronja, Hugi, Hrafnhildur og Joe.
Lið Hrauntúns skipa Fanný, Perla, Erla og Svanhvít
Hrannar er klár og skemmtilegur strákur með fjörugt ímyndunarafl. Hann er alltaf að bralla eitthvað skemmtilegt í skúrnum sínum. Komdu með á hugarflug! Umsjón: Hrannar Andrason
Hrannar breytir sér í skrímslakokk og eldar skrítna súpu fyrir Darra. Því næst sýnir Hrannar okkur hvernig er best að losna við draug.
Stuttmyndir sem gerðar eru eftir handritum krakka sem að send voru inn í Sögur árið 2023. Handrit: Árdís Eva Árnadóttir, Berglind Rún Sigurðardóttir, Freydís Erla Ómarsdóttir, Lovísa Rut Ágústsdóttir og Valgerður Ósk Þorvaldsdóttir. Leikstjórn og framleiðsla: Hekla Egils og Sturla Holm.
Stuttmyndir sem gerðar eru eftir handritum krakka sem að send voru inn í Sögur árið 2020.
Þrír krakkar lenda í yfirnáttúrulegum hremmingum þegar þau reyna að finna sér viðfangsefni til að skrifa sögu um. Höfundar: Sveinbjörg Lára Kristjánsdóttir, Ardís Unnur Kristjánsdóttir og Halla Björg Ingvarsdóttir. Leikstjórn og framleiðsla: Bergur Árnason.
Stuttmyndir sem gerðar eru eftir handritum krakka sem að send voru inn í Sögur árið 2019. Leikstjórn og framleiðsla: Erla Hrund Halldórsdóttir
Stuttmyndin Húsvörðurinn eftir Isolde Eik Mikaelsdóttur fjallar um Esju og Fríðu sem ætla sér að sanna að húsvörðurinn í skólanum þeirra sé draugur.
Stuttmyndir sem gerðar eru eftir handritum krakka sem að send voru inn í Sögur árið 2019. Leikstjórn og framleiðsla: Erla Hrund Halldórsdóttir
Hópur af krökkum gista í skólanum sínum á bekkjarkvöldi en þegar líður á nóttina verður andrúmsloftið sífellt undarlegra. Handrit: Iðunn Óskarsdóttir.
Safn tónlistaratriða úr Stundinni okkar þar sem krakkar eru í sviðsljósinu.
Matthías Knútur Matthíasson syngur lagið Krummi svaf í klettagjá. Lagið er íslenskt þjóðlag.
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Íslensk tónlistarmyndbönd.
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
Íþróttafréttir.
Veðurfréttir.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Norsk heimildarþáttaröð um Noman, sem er múslimi af pakistönskum uppruna og samkynhneigður. Hann leitar svara við því hvers vegna sumir hata fólk eins og hann og hvers vegna hann skammast sín oft fyrir að vera sá sem hann er.
Finnsk-sænskir heimildarþættir um kvenlega fegurð og öldrun. Þáttastjórnandinn Eva Kela leit áhyggjur kvenna af því að eldast hornauga en nú þegar hún er sjálf komin yfir fertugt og farin að finna aldursmerki á eigin skinni áttar hún sig á því hversu sterk áhrif fegurðarstaðlar hafa á hana. Hún ræðir við konur komnar yfir fertugt sem veita innsýn inn í breytt útlit sitt og líðan.
Sannsöguleg bresk þáttaröð frá 2023 um leitina að raðmorðingjanum sem kallaður er kviðristan frá Yorkshire. Sögur fórnarlamba hans og vinnubrögð lögreglunnar eru í forgrunni. Yfir þúsund lögregluþjónar tóku þátt í leitinni sem stóð yfir frá 1975 til 1981 og varð rannsóknin til þess að breska lögreglan breytti verklagi sínu til frambúðar. Aðalhlutverk: Jack Deam, Kris Hitchen og Lee Ingleby. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.
Nýjustu fréttir og íþróttir kvöldsins. Alla mánudaga til fimmtudaga.
Veðurfréttir
Önnur þáttaröð þessara íslensku dramaþátta. Benedikt Ríkharðsson snýr aftur í stjórnmál eftir að hafa tekið sér leyfi frá embætti forsætisráðherra vegna geðhvarfa. Hann kemur auga á ýmis konar ranghugmyndir stjórnkerfisins um samfélagið sem honum reynist erfitt að fá breytt enda brennimerktur vegna fordóma í garð geðsjúkdóma. Aðalhlutverk: Ólafur Darri Ólafsson og Aníta Briem. Leikstjórn: Arnór Pálmi Arnarson og Katrín Björgvinsdóttir.
Benedikt er færður í utanríkisráðuneytið til að minnka álag á andlega heilsu hans. Kæruleysislegur brandari sem hann segir verður að fjölmiðlaskandal sem einangrar hann pólitískt. Steinunn og Grímur reyna að takast á við afleiðingarnar.
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.