23:15
Ráðherrann II
Önnur þáttaröð þessara íslensku dramaþátta. Benedikt Ríkharðsson snýr aftur í stjórnmál eftir að hafa tekið sér leyfi frá embætti forsætisráðherra vegna geðhvarfa. Hann kemur auga á ýmis konar ranghugmyndir stjórnkerfisins um samfélagið sem honum reynist erfitt að fá breytt enda brennimerktur vegna fordóma í garð geðsjúkdóma. Aðalhlutverk: Ólafur Darri Ólafsson og Aníta Briem. Leikstjórn: Arnór Pálmi Arnarson og Katrín Björgvinsdóttir.
Benedikt er færður í utanríkisráðuneytið til að minnka álag á andlega heilsu hans. Kæruleysislegur brandari sem hann segir verður að fjölmiðlaskandal sem einangrar hann pólitískt. Steinunn og Grímur reyna að takast á við afleiðingarnar.
Er aðgengilegt til 31. október 2025.
Lengd: 50 mín.
Aðgengilegt eingöngu á Íslandi.
e
Dagskrárliður er textaður.