16:10
Veröld sem var
Með á nótunum
Veröld sem var

Þáttaröð í sex hlutum þar sem fjallað er um sameiginlegar minningar íslensku þjóðarinnar á léttan og nýstárlegan hátt. Umsjónarmennirnir Margrét Blöndal og Felix Bergsson leggjast í fullkomlega óvísindalega mannfræðirannsókn til að reyna að skilja íslensku þjóðina betur á hundrað ára afmæli fullveldisins. Meðal þess sem þau skoða eru dellurnar sem þjóðin hefur gengið með í gegnum tíðina, nekt á Íslandi, og svo verða séríslensku sunnudagarnir sérstaklega kannaðirr. Dagskrárgerð: Ragnheiður Thorsteinsson.

Á níunda áratugnum var sungið um mikilvægi þess að vera með á nótunum og íslenska þjóðin söng með enda voru engir fljótari að tileinka sér eitthvað sniðugt utan úr heimi. Um þetta verður fjallað í fimmta þætti af Veröld sem var. Símboðar, snjallsímar, telefax og tölvur. Allt var komið í hendur landans á methraða. Svo voru það bankarnir. Víxlar, sparimerki, hraðbankar og kreditkort. Að lokum var allt keyrt í kaf en við höldum nú samt áfram að vera með á nótunum.

Er aðgengilegt til 18. febrúar 2025.
Lengd: 26 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliður er textaður.
,