Álfarnir Þorri og Þura fara létt með að bíða eftir jólunum enda eru þau hugmyndaríkir fjörkálfar og bestu vinir. Með gleði, söng og samveru líður tíminn hraðar.
Þorri og Þura hafa fundið nýtt heimili fyrir Ljós. Eysteinn kemur í heimsókn og hjálpar þeim að setja Ljós á toppinn á jólatrénu.
Gamansamir þættir um strútapabbann Edda og áttburana hans. Eddi strútapabbi er fullkomnunarsinni og reynir að gera allt sem í hans valdi stendur til að vernda áttburana sína. Hann á fullt í fangi með það, enda eru ævintýrin hjá stórri fjölskyldu mörg og ímyndunaraflið mikið.
Eddi Strútapabbi, dulbúinn sem jólasveinn ætlar að færa börnum sínum gjafir þegar krákur ræna öllum gjöfunum! Hann verður að bjarga gjöfunum og jólunum um leið!
Íslensk fjölskyldu- og barnamynd í leikstjórn Guðnýjar Halldórsdóttur frá árinu 1998.
Söng- og leikkonan Jana María Guðmundsdóttir er mikið jólabarn. Hér leiðir hún áhorfendur í gegnum jólaundirbúninginn eins og henni einni er lagið, föndrar jólaskraut, bakar sprengipiparkökur, býr til handgerð spil og margt fleira. Dagskrárgerð: Jana María Guðmundsdóttir og Sindri Bergmann Þórarinsson.
Óskarsverðlaunateiknimynd frá Disney sem fjallar um konungsdæmi þar sem eilífur vetur ríkir vegna álaga sem nýkrýnda drottningin Elsa lagði á landið. Anna, systir hennar, er haldin óbilandi bjartsýni og ákveður að leggja í ferðalag til að finna Elsu og fá hana til að aflétta álögunum. Henni til aðstoðar eru ísflutningamaðurinn Kristján, hreindýrið Sveinn og hressi snjókarlinn Ólafur.
Egill Helgason og Gunnar Tómas Kristófersson skoða gamalt myndefni sem tengist jólunum og varðveitt er í Kvikmyndasafni Íslands. Þar eru meðal annars myndir frá jólaundirbúningi, jólaverslun, jólaboðum og jólatrésskemmtunum - af prúðbúnu fólki, kökum og jólatrjám, ýmist með rafljósum eða lifandi kertum. Dagskrárgerð: Ragnheiður Thorsteinsson.
Upptaka frá jólatónleikum Friðriks Ómars og Rigg viðburða í Hofi á Akureyri í desember 2019. Sérstakir gestir Friðriks eru Gissur Páll Gissurarson, Sigríður Beinteinsdóttir, Jógvan Hansen, Svala Björgvinsdóttir og Margrét Eir. Framleiðandi: Rigg viðburðir.
Dóttir jólasveinsins 2 er framhaldsmynd um Lúsíu dóttur jólasveinsins. Myndin fjallar um ævintýri Lúsíu og Óskars vinar hennar í Jólasveinaskólanum þegar gjafa-vélin hættir að virka. Lúsía er fyrsta stúlkan sem fær inngöngu í skólann. Myndin er með íslensku tali.
Loft hefur svifið um loftin blá frá örófi alda án þess að lenda nokkurn tímann á jörðu. Það kynnist ævintýralegri tilvist mannsbarna í gegnum sjónaukann sinn og endurspeglar sjálft sig í þeim.
Loft er ekki vant því að halda upp á jólin í faðmi mannorma en Áróru, Sunnu og Mána hefur verið boðið í jólaboð um borð í loftbelgnum hjá Lofti.
Það fer þó ekki betur en svo að Loft klúðrar málunum og Sjón fer á stúfana að leita lausna. Áður en hún veit af er hún lögst í ferðalag um fortíð og nútíð samtímis og rekst á ferðum sínum á hljómsveitina Flott, sem kveður um hana Grýlu gömlu.
Talsett teiknimynd frá 1999 þar sem nokkrar af ástsælustu teiknimyndapersónum Disney rifja upp sögur af jólunum.
Valin myndskeið úr Landanum þar sem áhugaverðir staðir eru skoðaðir og merkilegir Íslendingar heimsóttir. Dagskrárgerð: Gísli Einarsson og Karl Sigtryggsson.
Uppi á lofti í gömlu fiskvinnsluhúsi við höfnina á Árskógsandi vinnur Monika Margrét Stefánsdóttir hörðum höndum við að steypa jólatré og ýmsa skrautmuni í keramik. Desember er annasamur tími hjá henni því viðskiptavinir Keramikloftsins vilja gjarnan fá styttur til að mála fyrir jólin að ógleymdum klassísku, upplýstu keramikjólatrjánum.
Tónlistarmyndband við lagið JÓL eftir Sverri Guðjónsson með texta Hrafns Gunnlaugssonar og í útsetningu Huga Guðmundssonar.
Jólalag Ríkisútvarpsins 2024.
Vikinglottó-útdráttur vikunnar.
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
Veðurfréttir.
Hátíðlegir fjölskyldutónleikar fyrir börn á öllum aldri. Ungir hljóðfæraleikarar, ballettdansarar og kórar koma fram með hljómsveitinni ásamt einsöngvurunum Ragnheiði Gröndal, Benedikt Kristjánssyni og Kolbrúnu Völkudóttur. Kynnir er trúðurinn Barbara og um tónsprotann heldur Hjörtur Eggertsson. Tónleikarnir eru túlkaðir á táknmál.
Heimildarmynd um íslenska sveitasöngvarann Johnny King. Hann er á krossgötum í lífinu og gerir eina lokatilraun til að fara aftur á bak. En um leið þarf hann að gera upp fortíðina sem er eins og myllusteinn um háls hans. Leikstjórn: Árni Sveinsson. Framleiðsla: Republik.
Íslensk spennumynd frá 2023 byggð á samnefndri skáldsögu Arnalds Indriðasonar. Þegar bróðir lögfræðingsins Kristínar rekst á þýskt flugvélarflak úr seinni heimstyrjöldinni á toppi Vatnajökuls dragast þau bæði inn í atburðarás upp á líf og dauða, hundelt af mönnum sem svífast einskis við að halda áratuga gamalt leyndarmál. Leikstjóri: Óskar Þór Axelsson. Aðalhlutverk: Vivian Ólafsdóttir, Jack Fox, Iain Glen, Ólafur Darri Ólafsson, Atli Óskar Fjalarsson, Þröstur Leó Gunnarsson og Nanna Kristín Magnúsdóttir. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Dönsk dramamynd frá 2006 í leikstjórn Susanne Bier. Jacob rekur barnaheimili á Indlandi sem er á barmi gjaldþrots. Hann fær óvenjulegt tilboð frá dönskum viðskiptamanni sem býður honum veglegan styrk með þeim skilyrðum að hann komi til Danmerkur og verði viðstaddur brúðkaup dóttur hans. Brúðkaupið veldur þáttaskilum í lífi Jacobs og hann neyðist til að taka erfiðar ákvarðanir. Aðalhlutverk: Mads Mikkelsen, Sidse Babett Knudsen og Rolf Lassgård. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
An old Icelandic country singer at a crossroad in his career and life tries to get back in the saddle one last time. Meanwhile he has to reconcile with his difficult past which hangs over him like a shadow. An Icelandic documentary from 2024.