Sumarmál

Átvagn á vestfjörðum, söguganga í Viðey, veganestið og fuglinn

Henrý Ottó Haraldsson veitingamaður hefur boðið upp á götubita á vestfjörðum í bíl sem hann kallar Jötunn átvagn og er þessa dagana vinna því opna veitingastað í Arnardal við Skutulsfjörð. Við vorum á staðnum í dag og töluðum við Henrý Ottó.

Við fengum svo Sólveigu Ólafsdóttur sagnfræðing til okkar í dag, en hún mun leiða sögugöngu undir yfirskriftinni Við veisluborð í Viðey næstkomandi þriðjudag. Það verður farið yfir sagnfræði, matarsögu og matargerð og rostungsveiði, akuryrkja og tóbaksrækt koma meðal annars við sögu. Sólveig sagði okkur betur frá þessu í þættinum.

Páll Ásgeir Ásgeirsson var svo hjá okkur í dag með það sem við köllum Veganestið, en hann hefur á fimmtudögum í sumar gefið okkur góð ráð í sambandi við útivist og gönguferðir. Hann hefur hingað til talað um hvernig er gott byrja í útivist, hvert skal halda, ferðaveðrið, fjallgöngur og í dag gaf hann okkur góð ráð í sambandi við lengri gönguferðir, sem eru sem sagt lengri en einn dagur.

Fugl dagsins var svo auðvitað á sínum stað í dag og í raun nær okkur en yfirleitt í þessum lið.

Tónlist í þætti dagsins:

Mýrdalssandur / GCD (Bubbi Morthens og Rúnar Júlíusson)

Sjómannavalsinn / Hjaltalín (Svavar Benediktsson og Kristján frá Djúpalæk)

Einu sinni á ágústkvöldi / KK og Magnús Eiríksson (Jón Múli Árnason og Jónas Árnason)

Big Yellow Taxi / Joni Mitchell (Joni Mitchell)

Sukiyaki / Kyu Sakamoto (Nakamura Hachidai & Rokusuke Ei)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐMUNDUR PÁLSSON

Frumflutt

3. ágúst 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sumarmál

Sumarmál

Ferðalög og útivist. Fróðleikur og skemmtun. Fólk og náttúra. Fugl dagsins, fjöll og firnindi. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar. [email protected]

Þættir

,