Henrý Ottó Haraldsson veitingamaður hefur boðið upp á götubita á vestfjörðum í bíl sem hann kallar Jötunn átvagn og er þessa dagana að vinna að því að opna veitingastað í Arnardal við Skutulsfjörð. Við vorum á staðnum í dag og töluðum við Henrý Ottó.
Við fengum svo Sólveigu Ólafsdóttur sagnfræðing til okkar í dag, en hún mun leiða sögugöngu undir yfirskriftinni Við veisluborð í Viðey næstkomandi þriðjudag. Það verður farið yfir sagnfræði, matarsögu og matargerð og rostungsveiði, akuryrkja og tóbaksrækt koma meðal annars við sögu. Sólveig sagði okkur betur frá þessu í þættinum.
Páll Ásgeir Ásgeirsson var svo hjá okkur í dag með það sem við köllum Veganestið, en hann hefur á fimmtudögum í sumar gefið okkur góð ráð í sambandi við útivist og gönguferðir. Hann hefur hingað til talað um hvernig er gott að byrja í útivist, hvert skal halda, ferðaveðrið, fjallgöngur og í dag gaf hann okkur góð ráð í sambandi við lengri gönguferðir, sem eru sem sagt lengri en einn dagur.
Fugl dagsins var svo auðvitað á sínum stað í dag og í raun nær okkur en yfirleitt í þessum lið.
Tónlist í þætti dagsins:
Mýrdalssandur / GCD (Bubbi Morthens og Rúnar Júlíusson)
Sjómannavalsinn / Hjaltalín (Svavar Benediktsson og Kristján frá Djúpalæk)
Einu sinni á ágústkvöldi / KK og Magnús Eiríksson (Jón Múli Árnason og Jónas Árnason)
Big Yellow Taxi / Joni Mitchell (Joni Mitchell)
Sukiyaki / Kyu Sakamoto (Nakamura Hachidai & Rokusuke Ei)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐMUNDUR PÁLSSON