Nýjustu fréttir af Njálu

Tólfti þáttur

Í þættinum er rætt við Matthías Jóhannesson ritstjóra og skáld um kvæði er ort hafa verið út af Njálu á 19. og 20.öld.

Leikararnir Lárus Pálsson og Erlingur Gíslason lesa nokkur kvæði:

Skarphéðinn í brennunni eftir Hannes Hafstein, Á Njálsbúð eftir Einar Benediktsson og Veturinn er kominn eftir Hannes Pétursson. Einnig er Gunnarshólmi eftir Jónas Hallgrímsson fluttur, upptaka úr safni RÚV.

Umsjón: Einar Karl Haraldsson.

(Áður á dagskrá 28. janúar 1984)

Frumflutt

18. nóv. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Nýjustu fréttir af Njálu

Nýjustu fréttir af Njálu

Rætt er um hvernig lestri Njálu er háttað, heima og erlendis.

Einar Ólafur Sveinsson les brot úr Njálu í upphafi þáttanna og umsjónarmaður fær til sín gesti til ræða þetta merka rit.

Umsjón: Einar Karl Haraldsson.

Þættir

,