ok

Minningargreinar

1. þáttur: Einkavæðing minningargreina

Þann 5. Október, 2011 sendi Timothy D. Cook, forstjóri Apple, tölvupóst á starfsmenn fyrirtækisins. „Ég þarf að deila með ykkur einkar sorglegum fréttum,“ skrifaði hann. „Steve lést fyrr í dag.“ Innan við klukkutíma síðar hafði The New York Times birt 3.500 orða minningargrein um frumkvöðulinn Steve Jobs á vefsíðu sinni.

Í þessum fyrsta þætti minningargreina skoðum við muninn á erlendum og innlendum minningargreinum. Við leitum að elstu minningargreinum Íslands og ræðum við Dr. Árnason um þær breytingar sem orðið hafa á ritstíl og efni minningargreina á síðustu áratugum.

(Áður á dagskrá 2020)

Frumflutt

15. feb. 2020

Aðgengilegt til

8. júní 2025
MinningargreinarMinningargreinar

Minningargreinar

Hver var fyrsta íslenska minningargreinin? Af hverju skrifa Íslendingar svona persónulega um látið fólk? Eiga greinarnar að vera í 2. eða 3. persónu? Hver skrifar? Um hvern? Má tala um sjálfsvíg? Hvaða áhrif hafa samfélagsmiðlar? Eru minningargreinar Moggans í lífshættu? Verða minningargreinar - einn daginn - minningar einar?

Umsjón: Anna Marsibil Clausen.

,