Litla flugan

Jólasól

Litla flugan setur á fóninn nokkur létt lög fyrir fólk á þönum og þeytingi. Það verður m.a. rokkað kringum jólatréð, heilsað upp á jólakettina fjóra , skoðað í skóinn hjá stórum og smáum, og kíkt í poka Plötusleikis. Meðal flytjenda eru Marlowe Morris, Glámur og Skrámur, Skapti Ólafsson, hljómsveit Ingimars Eydal, Viðar Alfreðsson og Louis Armstrong. Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir

Frumflutt

20. des. 2014

Aðgengilegt til

24. mars 2025
Litla flugan

Litla flugan

Í Litlu flugunni er leikin gamaldags tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög, með flytjendum á borð við Tónakvartettinn frá Húsavík, danshljómsveit Victors Sylvester, Caterinu Valente og Hauk Morthens.

Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.

Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.

Þættir

,