Litla flugan

Høstgule blade

Norrænar söngkonur ráða ríkjum í þætti dagsins: Nora Brockstedt frá Noregi, Finnlands-Svíiinn Lill Lindfors og hin íslenska Elly Vilhjálms. Nora syngur lög frá sjötta áratugnum, m.a. norska texta við sigurlag Frakka í söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva 1958 og Haustlaufin hans Jósefs Kosma. Lill Lindfors var drottning bossa nova bylgjunnar í Svíþjóð og söng þá m.a. Óskarsverðlaunalag ársins 1965, The shadow of your smile með sænskum texta. Elly syngur lög af plötunni sem margra mati er hennar langbesta, Lög úr söngleikjum og kvikmyndum, sem var hljóðrituð á einum degi í London sumarið 1966 með hljómsveit Vic Ash. Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir

Frumflutt

25. okt. 2014

Aðgengilegt til

4. apríl 2025
Litla flugan

Litla flugan

Í Litlu flugunni er leikin gamaldags tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög, með flytjendum á borð við Tónakvartettinn frá Húsavík, danshljómsveit Victors Sylvester, Caterinu Valente og Hauk Morthens.

Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.

Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.

Þættir

,