Litla flugan

Moonlight cocktail

Litla flugan hugleiðir himintunglin, einkum mánann, í fylgd söngvarans Mel Tormé sem býður upp á tunglskinshanastél og sitt hvað fleira af plötunni Swingin' on the moon, frá árinu 1960. Þá tekur við annar djúpraddaður söngvari, Johnny Hartman, og flytur fáein ljóð og lög af plötum sem hann gerði árið 1963 með John Coltrane og Hank Jones. Söngparið Ray Charles og Betty Carter flytur kveðjulag Cole Porter, Everytime we say goodbye - og slær botninn í þáttinn með því sötra saman kokteil í lagi Sam Coslow, Cocktails for two. Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir

Frumflutt

11. okt. 2014

Aðgengilegt til

7. mars 2025
Litla flugan

Litla flugan

Í Litlu flugunni er leikin gamaldags tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög, með flytjendum á borð við Tónakvartettinn frá Húsavík, danshljómsveit Victors Sylvester, Caterinu Valente og Hauk Morthens.

Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.

Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.

Þættir

,