Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Margrét Ólafía Tómasdóttir heimilislæknir og fyrrverandi formaður Félags heimilislækna var fyrsti gestur þáttarins. Rætt var um þau skref sem heilbrigðisyfirvöld hafa stigið til að draga úr vottorða- og tilvísanaskrifum lækna en mörg ársverk fara í slíkt. Einnig var rætt um þá fyrirætlan ríkisstjórnarinnar að allir landsmenn fái fastan heimilislækni, Margrét er ekki bjartsýn á að það takist miðað við stöðuna eftir fyrsta starfsár stjórnarinnar.
Friðarsamkomulag Úkraínu og Rússlands og leiðir til að útvíkka heimildir Evrópuríkja til að senda hælisleitendur til síns heima voru ræddar í Evrópugluttanum. Björn Malmquist, fréttamaður í Brussel, fór yfir stöðuna. Rætt var við Erling Erlingsson greinanda á sviði öryggis- og varnarmála og Róbert Spanó, fyrrverandi forseta Mannréttindadómstóls Evrópu.
Kvæði Jóhannesar úr Kötlum, Jólakötturinn, er komið út í nýrri bók með teikningum Þórarins Leifssonar. Einar Svansson, sonarsonur skáldsins ræddi um nýju útgáfuna, áhuga kvikmyndagerðarmanna í Hollywood á Jólakettinum og sitthvað fleira.
Tónlist:
Somethin' stupid - Frank og Nancy Sinatra,
That's life - Frank Sinatra,
Better Than Snow - Laufey og Norah Jones,
Jólakötturinn - Ragnheiður Gröndal.


Gestir úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni með hlustendum. Umsjón: Sigurlaug M. Jónasdóttir.
Brynja Huld segir frá því hvernig ung stúlka frá Ísafirði endaði á að vinna í varnarmálum. Hún talar um konur í alþjóða öryggismálum, Afganistan og ástina.

Veðurstofa Íslands.
Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Í þættinum eru leikin lög með nokkrum íslenskum söngkonum, eða söngkonum sem ólust upp hér á landi. Shady Owens syngur Love for Sale, Bergþóra Árnadóttir syngur Watermelon Man, Björk Guðmundsdóttir syngur Can't Help Loving dat Man, Janis Carol syngur lögin Lover Man og S'Wonderful, Linda Walker syngur It's So Good To Be With You og Afmælisdiktur, Íris Guðmundsdóttir syngur Hluti af þér og Kristín Bergsdóttir syngur Too Bad.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Mál málanna, gervigreindin, var til umfjöllunnar hjá okkur í dag. Hvernig getur gervigreindin nýst okkur í daglegu lífi og hvernig eigum við að spyrja? Það er nefnilega ekki sama hvernig við spyrjum gervigreindina spurninga og við eigum að fara varlega í að láta hana fá persónulegar upplýsingar. Það er ekki hægt að stóla 100% á svörin sem við fáum, því gervigreindin kann ekki að svara „Ég veit ekki“ og getur tekið uppá því að bulla eitthvað frekar. En hvernig er þá best að snúa sér í þessu? Pétur Már Sigurðsson, forritari og sérfræðingur í innleiðingu og þróun gervigreindarlausna spjallaði við okkur í dag.
Við spiluðum í síðustu viku jólalagið Sleðaferð í flutningi Skapta Ólafssonar en lagið heitir á frummálinu Sleigh Ride og er eitt frægasta jólalag allra tíma. Við fengum í kjölfarið ábendingu frá hlustanda um að höfundur lagsins, Leroy Anderson, ætti tengingu við Ísland. Það reyndist rétt, Jón Múli Árnason útvarps- og tónlistarmaður komst í kynni við Anderson á meðan sá síðarnefndi gegndi herþjónustu hér á landi. Jón Múli hafði meira að segja tilgátu um að Anderson hefði samið lagið á Íslandi á hernámsárunum. Við fundum viðtal í safni útvarpsins þar sem Hanna G. Sigurðardóttir fékk Jón Múla til að segja frá kynnum sínum við Anderson og hvort tilgátan reyndis rétt.
Lesandi vikunnar í Mannlega þættinum í þetta sinn var svo Unnur Steina Knarran Karls bókmenntafræðingur. Við fengum hán til að segja okkur frá því hvaða bækur hán hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hán í gegnum tíðina. Unnur talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:
Dracula e. Bram Stoker
At the Edge of the Night e. Friedo Lampe
The Song of Achilles e. Madeline Miller
Stytturnar í hillunum e. Evu Rún Snorradóttur
Tónlist í þættinum í dag:
Þorláksmessukvöld / Ragga Gísla (Robert Wells, Mel Tormé, texti Þorsteinn Eggertsson)
Á jólunum er gleði og gaman / Eddukórinn (erlent lag, texti Friðrik G Þórleifsson) Jón Sigurðsson bassaleikari útsetti
Sleigh Ride / The Ronettes (Leroy Anderson)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Niðurstöður rannsóknarnefndar um snjóflóðið í Súðavík 1995 verða kynntar eftir hádegi. Aðstandendur þeirra sem létust í hamförunum hafa kallað eftir slíkri rannsókn allt frá því flóðið féll.
Forsætisráðherra Ástralíu segir brýnt að setja enn strangari skotvopnalög í landinu eftir hryðjuverkaárás í gær.
Fjármálaráðherra hefur ekki áhyggjur af því að útvíkkun á hlutdeildarlánakerfin hafi áhrif á efnahagslegan stöðugleika. Seðlabankinn hefur varað við því.
Viðræður um friðarsamkomulag í Úkraínu halda áfram í Berlín. Hópur leiðtoga Evrópuríkja er væntanlegur þangað í kvöld. Bandaríkjastjórn er sögð halda fast við kröfu um að Úkraínumenn láti Rússum eftir land í austurhluta Úkraínu.
Hollywood minnist leikstjórans og leikarans Robs Reiner með hlýhug. Reiner og eiginkona hans voru myrt á heimili sínu í nótt.
Forstjóri Persónuverndar segir fyrirhugaðar breytingar Bandaríkjastjórnar að skoða samfélagsmiðlasögu komufarþega fimm ár aftur í tímann ekki koma á óvart. Gögnin séu oftar en ekki í eigu bandarískra fyrirtækja og fólk verði því að vara sig á því hverju það deilir.
Gjörningahópurinn og pönkhljómsveitin Pussy Riot flokkast undir öfgasamtök eftir niðurstöðu dómstóls í Moskvu. Starfsemi hennar í Rússlandi hefur verið bönnuð.
Keflavík varð í gærkvöld fjórða liðið sem komst áfram í 8-liða úrslit í bikarkeppni karla í körfubolta. Fjórir leikir eru í 16-liða úrslitum í kvöld.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Sanna Magdalena Mörtudóttir tilkynnti á föstudag að hún ætli ekki að bjóða sig fram undir merkjum Sósíalistaflokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum. Hún boðaði nýtt framboð sem hún vonar að verði öflugt samstarf á vinstri vængnum.
Samstarf á vinstri vængnum - þar sem helst er horft til Sósíalistaflokksins - eða Sönnu allavega - , Pírata og Vinstri grænna, hefur verið til umræðu í nokkurn tíma.
Í þætti dagsins er rætt um stöðu mögulegs sameiginlegs framboðs, ásteytingarsteina og sögu sameininga.
Viðmælendur:
Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði.
Sigurður Pétursson, sagnfræðingur.
Umsjón: Ingvar Þór Björnsson
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: [email protected]
Við byrjum þáttinn á læknisvísindalegum nótum og fáum til okkar Valgerði Jakobínu Hjaltalín, nýdoktor á heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands sem hefur verið að velta fyrir sér frumefninu Arsen og sögu þess. Við ætlum að fjalla aðeins um þetta efni, sem getur valdið alvarlegum eitrunum og var áður fyrr oft notað sem morðvopn. Ekki missa af því.
En við ætlum líka að kafa ofan í safn ríkisútvarpsins, eins og við gerum alltaf annan hvern mánudag. Það eru oft mikil verðmæti sem finnast þar. Helga Lára Þorsteinsdóttir, safnstjóri RÚV, ætlar að kíkja við og reiða fram jólalega upptöku frá 1960.
Í lok þáttar ætlum við svo að fjalla aðeins um jólaplöntur.
Tónlist úr þættinum:
Ellis, Dove - Pale Song.
GDRN - Af og til.
Jim Croce - Walking back to Georgia
Magnús Blöndal Jóhannsson tónskáld var fæddur árið 1925.
Árið 1997 gerði Bjarki Sveinbjörnsson þrjá þætti í þáttaröðinni Tónstiginn, sem tileinkaðir voru Magnúsi og tónlist hans.
Þátturinn er helgaður tónskáldinu og píanóleikaranum Magnúsi Blöndal Jóhannssyni.
Flytjendur: Magnús Blöndal Jóhannsson ; Guðmunda Elíasdóttir ; Guðrún Tómasdóttir ; Gunnar Eyjólfsson ; Jane Carlson ; Mr. Gesante
Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Þrjár nýjar, vænar og grænar ljóðabækur í þætti dagsins.
Alda Björk segir frá og les upp úr nýjustu ljóðabókinni sinni, Bakgrunninum, sem er jafnframt fyrsta bókin í nýrri ritröð KIND-útgáfu.
Draugamandarínur er fyrsta ljóðabók Birgittu Bjargar Guðmundsdóttur, við ræðum um efni bókarinnar, mandarínuberki, tekknóbreik og röntgengeisla og hún les upp nokkur ljóð.
Jón Kalman Stefánsson var að senda frá sér fimmtu ljóðabókina sína, Þyngsta frumefnið, sem tilnefnd er til íslensku bókmenntaverðlaunanna. Jón Kalman verður gestur þáttarins og ræðir við mig um ljóðin og skáldskapinn.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Vegur allrar veraldar, síðara bindi stórvirkis Sigríðar Hagalín um Ólöfu ríku Loftsdóttur, höfðingja og húsfreyju á Skarði, kom út fyrr í haust. Þungamiðja sögunnar er víg Björns Þorleifssonar, hirðstjóra konungs á Íslandi, sem Ólöf kona hans hefndi grimmilega, en sögunum af því ber ekki endilega saman og ekki sama hver segir frá. Af einhverjum sökum er lítið um heimildir um sögulega atburði á á 15. öld, en sú þögn sem lagðist yfir Ísland á ensku öldinni svokölluðu gefur aukið rými fyrir skáldskap. Sigríður segir okkur nánar af því þætti dagsins. Hildigunnur Sverrisdóttir flytur líka síðasta pistil af fjórum þar sem hún fjallar um samband geðheilbrigðis og arkitekurs og Gauti Kristmannsson fjallar um Andrými, kviksagnasafn Eiríks Jónssonar, sem nýverið hlaut tilnefningu til Íslensku Bókmenntaverðlaunanna.
Konungurinn lengi lifi, skrifaði Donald Trump um sjálfan sig á samfélagsmiðlum í febrúar.
Frá því að hann tók við embætti forseta hefur hann unnið að því að gjörbylta bandarísku stjórnkerfi og samfélagi með suðurafríska tæknimógúlinn Elon Musk sér við hlið.
Hugmyndirnar sem þeir styðjast í niðurrifinu og uppbyggingu hins nýja samfélags hafa lengi verið að bruggast í tæknigeiranum - og þær eru róttækari en marga grunar.
Lýðræðið er komið á endastöð, og Bandaríkin þurfa snjallan forstjóra sem stýrir samfélaginu eins og sprotafyrirtæki. Það þarf að byggja upp einveldi, nýtt konungsdæmi, segja jafnvel sumir.
Í þessum þáttum sökkvum við okkur ofan í þessar byltingarhugmyndir og hugsuðina á bakvið þær, konungssinnana í Kisildal.
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson.
Á dögunum var Suðurafríkumaðurinn David Sacks útnefndur gervigreindar og rafmynta-keisari hvíta hússins, semsagt helsti ráðgjafi Trump í þessum málefnum. Sacks er gamall skólafélagi Peter Thiel og JD Vance hefur sagt hann sinn nánasta félaga í Kísildalnum.
Sacks eignaðist umtalsverða peninga eftir að hann tók þátt í að koma Paypal á kopp, og hefur æ síðan verið áhugasamur um rafmyntir.
Í þessum þætti sökkvum við okkur ofan í heim rafmynta og þá hugmyndafræði sem liggur honum til grundvallar - trúna á að tími ríkisvalds og skattheimtu sé að líða undir lok. Þessar hugmyndir koma meðal annars fram í forvitnilegri bók frá 1997 Sovereign Individual eftir þá William Rees-Mogg og James Dale Davidson.
Við fáum stutt innlegg frá Eiríki Inga Magnússyni áhugamanni um Bitcoin og Gylfa Magnússyni hagfræðiprófessor.
Fréttir
Fréttir
Pólitík tafði snjóflóðavarnir og samskiptaörðugleikar lituðu samskipti almannavarnanefndar kvöldið og nóttina sem snjóflóðið féll í Súðavik fyrir þrjátíu árum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar um flóðið, sem kynnt var í dag.
Sonur bandaríska leikstjórans og leikarans Robs Reiners, hefur verið handtekinn í tengslum við ránnsókn á morði á foreldrum hans. Slúðurmiðlar segja hann hafa myrt þau en lögregla hefur ekki staðfest það.
Kerfisbundið er brotið á mannréttindum sjúklinga vegna neyðarástands sem ríkir í bráðaþjónustu hér á landi. Þetta kemur fram í opnu bréfi Félags bráðalækna, sem telur nauðsynlegt að upplýsa stjórnvöld og almenning um ástandið.
Lögreglan lokaði akstursleiðum að samkomu vegna ljósahátíðar gyðinga í Bankastræti í gær. Aðstoðarlögreglustjóri segir viðbúnað hafa verið aukinn í ljósi hryðjuverks á sams konar samkomu í Ástralíu.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um snjóflóðið í Súðavík fyrir þrjátíum leit dagsins ljós í dag. Þar kom í ljós að sveitarfélögum á landinu var lítt gefið um hættumöt vegna snjóflóðahættu, þeim var mætt með efasemdur og menn vildu ekki horfast í augu við hættuna af snjóflóðum. Samskiptaörðugleika voru í almannavarnarnefnd Súðavíkuhrepps nóttina sem flóðið féll og nefndarmenn vissu ekki hver ætti að taka af skarið í fjarveru lögreglustjórans.
Þættir um barnabækur úr öllum áttum, gamlar og nýjar. Embla ræðir við höfunda, þýðendur, myndhöfunda, leikara og alls konar fólk sem kemur að barnabókum á einn eða annan hátt, að ógleymdum lesendunum sjálfum.
Umsjón: Embla Bachmann
Í þessum þætti gerum við upp bókaárið með hjálp Hugrúnar, frá bókasafni Hafnmarfjarðar, og bókaormanna Hrannars og Róberts Mána.
Hvaða bækur voru vinsælar á árinu? En viðburðir? Hverju má búast við í bókaútgáfu á næsta ári?

Veðurfregnir kl. 18:50.
Útsending frá Juan March menningarmiðstöðinni í Madrid á jólatónleikadegi evrópskra útvarpsstöðva.
Sönghópurinn Cantoría og einsöngvararnir Inés Alonso, Oriol Aguila og Jorge Losana flytja spænska endurreisnartónlist sem tengist jólum.
Með þeim leika Lluís Aarratla á bassa, Jeremy Nastasi á lútu, Marc de la Linde á gömbu, Iñaki de la Linde á slagverk og Marina López á orgel; Jorge Losana stjórnar.
Kynnir: Pétur Grétarsson.
Aðventa er ein þekktasta saga Gunnars Gunnarssonar, en árið 2025 er 50 ára ártíð Gunnars. Sagan um hættuför Benedikts með hundi sínum Leó og forystusauðnum Eitli um snævi þakin öræfi norður í landi. Sagan hefur trúarlega drætti en fjallar þó fyrst og fremst um vegsemd og vanda manneskjunnar í heiminum.
Aðventa byggir á sannri frásögn af eftirleit Fjalla-Bensa í desember árið 1925 sem birtist í fyrsta hefti tímaritsins Eimreiðarinnar árið 1931. Sama ár birti Gunnar Gunnarsson sína gerð þessarar frásagnar í dönsku jólablaði Julesne og nefndi hana Den gode Hyrde. Árið 1939 kom frásögnin síðan út aftur á þýsku og bar titilinn Advent im Hochgebirge og hafði sagan þá tekið á sig þá skáldsagnamynd sem við þekkjum nú sem nóvelluna Aðventu.
Andrés Björnsson les.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: [email protected]
Við byrjum þáttinn á læknisvísindalegum nótum og fáum til okkar Valgerði Jakobínu Hjaltalín, nýdoktor á heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands sem hefur verið að velta fyrir sér frumefninu Arsen og sögu þess. Við ætlum að fjalla aðeins um þetta efni, sem getur valdið alvarlegum eitrunum og var áður fyrr oft notað sem morðvopn. Ekki missa af því.
En við ætlum líka að kafa ofan í safn ríkisútvarpsins, eins og við gerum alltaf annan hvern mánudag. Það eru oft mikil verðmæti sem finnast þar. Helga Lára Þorsteinsdóttir, safnstjóri RÚV, ætlar að kíkja við og reiða fram jólalega upptöku frá 1960.
Í lok þáttar ætlum við svo að fjalla aðeins um jólaplöntur.
Tónlist úr þættinum:
Ellis, Dove - Pale Song.
GDRN - Af og til.
Jim Croce - Walking back to Georgia

Þessi saga forsetaembættisins hefst 1. desember 1918 þegar Ísland varð frjálst og fullvalda ríki. Konungur Danmerkur var áfram þjóðhöfðingi Íslendinga.
Snemma í seinni heimsstyrjöld tóku Íslendingar konungsvaldið í eigin hendur og stofnuðu lýðveldi á Þingvöllum 17. júní 1944.
Guðni Th. Jóhannesson rekur sögu fyrstu fjögurra forseta lýðveldisins. Þeir voru Sveinn Björnsson, Ásgeir Ásgeirsson, Kristján Eldjárn og Vigdís Finnbogadóttir.


Veðurfregnir kl. 22:05.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Mál málanna, gervigreindin, var til umfjöllunnar hjá okkur í dag. Hvernig getur gervigreindin nýst okkur í daglegu lífi og hvernig eigum við að spyrja? Það er nefnilega ekki sama hvernig við spyrjum gervigreindina spurninga og við eigum að fara varlega í að láta hana fá persónulegar upplýsingar. Það er ekki hægt að stóla 100% á svörin sem við fáum, því gervigreindin kann ekki að svara „Ég veit ekki“ og getur tekið uppá því að bulla eitthvað frekar. En hvernig er þá best að snúa sér í þessu? Pétur Már Sigurðsson, forritari og sérfræðingur í innleiðingu og þróun gervigreindarlausna spjallaði við okkur í dag.
Við spiluðum í síðustu viku jólalagið Sleðaferð í flutningi Skapta Ólafssonar en lagið heitir á frummálinu Sleigh Ride og er eitt frægasta jólalag allra tíma. Við fengum í kjölfarið ábendingu frá hlustanda um að höfundur lagsins, Leroy Anderson, ætti tengingu við Ísland. Það reyndist rétt, Jón Múli Árnason útvarps- og tónlistarmaður komst í kynni við Anderson á meðan sá síðarnefndi gegndi herþjónustu hér á landi. Jón Múli hafði meira að segja tilgátu um að Anderson hefði samið lagið á Íslandi á hernámsárunum. Við fundum viðtal í safni útvarpsins þar sem Hanna G. Sigurðardóttir fékk Jón Múla til að segja frá kynnum sínum við Anderson og hvort tilgátan reyndis rétt.
Lesandi vikunnar í Mannlega þættinum í þetta sinn var svo Unnur Steina Knarran Karls bókmenntafræðingur. Við fengum hán til að segja okkur frá því hvaða bækur hán hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hán í gegnum tíðina. Unnur talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:
Dracula e. Bram Stoker
At the Edge of the Night e. Friedo Lampe
The Song of Achilles e. Madeline Miller
Stytturnar í hillunum e. Evu Rún Snorradóttur
Tónlist í þættinum í dag:
Þorláksmessukvöld / Ragga Gísla (Robert Wells, Mel Tormé, texti Þorsteinn Eggertsson)
Á jólunum er gleði og gaman / Eddukórinn (erlent lag, texti Friðrik G Þórleifsson) Jón Sigurðsson bassaleikari útsetti
Sleigh Ride / The Ronettes (Leroy Anderson)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Konungurinn lengi lifi, skrifaði Donald Trump um sjálfan sig á samfélagsmiðlum í febrúar.
Frá því að hann tók við embætti forseta hefur hann unnið að því að gjörbylta bandarísku stjórnkerfi og samfélagi með suðurafríska tæknimógúlinn Elon Musk sér við hlið.
Hugmyndirnar sem þeir styðjast í niðurrifinu og uppbyggingu hins nýja samfélags hafa lengi verið að bruggast í tæknigeiranum - og þær eru róttækari en marga grunar.
Lýðræðið er komið á endastöð, og Bandaríkin þurfa snjallan forstjóra sem stýrir samfélaginu eins og sprotafyrirtæki. Það þarf að byggja upp einveldi, nýtt konungsdæmi, segja jafnvel sumir.
Í þessum þáttum sökkvum við okkur ofan í þessar byltingarhugmyndir og hugsuðina á bakvið þær, konungssinnana í Kisildal.
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson.
Á dögunum var Suðurafríkumaðurinn David Sacks útnefndur gervigreindar og rafmynta-keisari hvíta hússins, semsagt helsti ráðgjafi Trump í þessum málefnum. Sacks er gamall skólafélagi Peter Thiel og JD Vance hefur sagt hann sinn nánasta félaga í Kísildalnum.
Sacks eignaðist umtalsverða peninga eftir að hann tók þátt í að koma Paypal á kopp, og hefur æ síðan verið áhugasamur um rafmyntir.
Í þessum þætti sökkvum við okkur ofan í heim rafmynta og þá hugmyndafræði sem liggur honum til grundvallar - trúna á að tími ríkisvalds og skattheimtu sé að líða undir lok. Þessar hugmyndir koma meðal annars fram í forvitnilegri bók frá 1997 Sovereign Individual eftir þá William Rees-Mogg og James Dale Davidson.
Við fáum stutt innlegg frá Eiríki Inga Magnússyni áhugamanni um Bitcoin og Gylfa Magnússyni hagfræðiprófessor.

Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál.
Áhrifavaldurinn Camilla Rut birti á dögunum æðiskast á Tiktok þar sem hún ástandinu í þjóðfélaginu allt til foráttu. Daði bauð Camillu í kjölfarið á fund með sér í ráðuneytinu til að fara yfir málin og hún þáði boðið og sýndi að sjálfsögðu frá öllu saman á miðlum sínum. Við slóum á þráðinn til Camillu.
Hlýindi undanfarinna daga hafa ekki gert mikið fyrir þau sem vonast til að jólin verði hvít, þó snjókoma hér og þar um landið um helgina hafi gefið ákveðna von. En hvað segja kortin? Við heyrðum í Sigga Stormi og fengum hann til að rýna í veðurstöðvarnar.
Sævar Helgi Bragason, Stjörnu-Sævar kíkti til okkar.
Næringarfræðingar standa í ströngu þessa misserin við að leiðrétta hinar ýmsu mýtur sem ná flugi á samfélagsmiðlum. Dögg Guðmundsdóttir er klínískur næringarfræðingur og sagði okkur frá.
Það var nóg um að vera í íþróttunum um helgina. Einar Örn Jónsson íþróttafréttamaður leit við og sagði okkur allt af létta.


Létt spjall og lögin við vinnuna.
Fjallað var um sænskann kolkrabba sem kann að spila á píanó. Herbert Guðmundsson var afmælisbarn dagsins, Evran átti líka afmæli og hlustendur tóku mjög virkann þátt í Jóla hvað og af hverju?
Lagalisti þátarins:
HLH & SIGRÍÐUR BEINTEINSDÓTTIR – Nei Nei Ekki Um Jólin
JORDANA, ALMOST MONDAY – Jupiter
HERBERT GUÐMUNDSSON – Með stjörnunum
TOM PETTY & THE HEARTBREAKERS – Christmas All Over Again
VILHJÁLMUR OG ELLÝ VILHJÁLMS – Jólasveinninn Minn
ELLEN KRISTJÁNSDÓTTIR – Minn eini jólasveinn
KC AND THE SUNSHINE BAND – Give It Up
AUÐUNN LÚTHERSSON – 10.000 ft
ANDRI EYVINDS – Bakvið ljósin (Jólalagakeppni Rásar 2 2025 - 1. sæti)
RAGNAR BJARNASON – Er Líða Fer Að Jólum
HJÁLMAR – Til Þín
CHRIS REA – Driving Home For Christmas
FROSTRÓSIR 2007 – Eldur í hjarta
BILLY IDOL – Eyes Without A Face
ELVIS PRESLEY – White Christmas
SYCAMORE TREE – Forest Rain
RAKEL SIGURÐARDÓTTIR, LÓN – Jólin eru að koma
BJÖRK – Venus As A Boy
BANANARAMA – Venus
LAUFEY – Santa Claus Is Comin' To Town
OLIVIA DEAN – So Easy (To Fall In Love)
GRÝLURNAR – Sísí
MARIAH CAREY – All I Want For Christmas Is You
THE LA'S – There She Goes
SHARON JONES & THE DAP-KINGS – Just Another Christmas Song
ÞRJÚ Á PALLI – Gilsbakkaþula
CURTIS HARDING – The Power
TOM TOM CLUB – Genius of Love
SVALA – Ég Hlakka Svo Til
KJALAR MARTINSSON KOLLMAR – Jólaboð hjá tengdó
GEESE – Cobra
OASIS – Wonderwall
SIGURÐUR GUÐMUNDSSON & MEMFISMAFÍAN – Það snjóar
PÁLL ÓSKAR HJÁLMTÝSSON, BENNI HEMM HEMM – Undir álögum
ICEGUYS – María Mey
TAME IMPALA – Dracula

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Niðurstöður rannsóknarnefndar um snjóflóðið í Súðavík 1995 verða kynntar eftir hádegi. Aðstandendur þeirra sem létust í hamförunum hafa kallað eftir slíkri rannsókn allt frá því flóðið féll.
Forsætisráðherra Ástralíu segir brýnt að setja enn strangari skotvopnalög í landinu eftir hryðjuverkaárás í gær.
Fjármálaráðherra hefur ekki áhyggjur af því að útvíkkun á hlutdeildarlánakerfin hafi áhrif á efnahagslegan stöðugleika. Seðlabankinn hefur varað við því.
Viðræður um friðarsamkomulag í Úkraínu halda áfram í Berlín. Hópur leiðtoga Evrópuríkja er væntanlegur þangað í kvöld. Bandaríkjastjórn er sögð halda fast við kröfu um að Úkraínumenn láti Rússum eftir land í austurhluta Úkraínu.
Hollywood minnist leikstjórans og leikarans Robs Reiner með hlýhug. Reiner og eiginkona hans voru myrt á heimili sínu í nótt.
Forstjóri Persónuverndar segir fyrirhugaðar breytingar Bandaríkjastjórnar að skoða samfélagsmiðlasögu komufarþega fimm ár aftur í tímann ekki koma á óvart. Gögnin séu oftar en ekki í eigu bandarískra fyrirtækja og fólk verði því að vara sig á því hverju það deilir.
Gjörningahópurinn og pönkhljómsveitin Pussy Riot flokkast undir öfgasamtök eftir niðurstöðu dómstóls í Moskvu. Starfsemi hennar í Rússlandi hefur verið bönnuð.
Keflavík varð í gærkvöld fjórða liðið sem komst áfram í 8-liða úrslit í bikarkeppni karla í körfubolta. Fjórir leikir eru í 16-liða úrslitum í kvöld.

Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Margrét Erla Maack.
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Þórður Helgi Þórðarson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Rannsóknarnefnd Alþingis afhenti forseta Alþingis skýrslu um snjóflóðið í Súðavík. og voru niðustöður hennar kynntar á blaðamannafundi klukkan 3 í dag. Þorgils Jónsson fréttamaður hefur fylgst með þessu í dag og hann kom til okkar.
Einar Gunnarsson skólastjóri Grunnskóla Vestmannaeyja skrifaði áhugaverðan pistil fyrir helgi um reynsluna af Kveikjum Neistann verkefninu en í því verkefni hafa verið þróuð mælitæki sem segja til um grunnfærni nemenda í lestri og stærðfræði. Við heyrðum í Einari í þættinum.
Bandaríska skíðadrottningin Lindsey Vonn sigraði í heimsbikarnum á skíðum um helgina þegar hún gerði sér lítið fyrir og vann brunmót í St. Moritz í Sviss og það með nokkrum yfirburðum. Þetta eru þó nokkur tíðindi en Lindsey er 41 árs gömul og var lengi vel sigursælasta skíðakona sögunnar en hætti keppni árið 2019 vegna þrálátra og alvarlegra meiðsla.
Guðmundur Jakobsson hefur lengi vel fylgst með keppni á skíðum og hann kom til okkar og sagði okkur frá þessari merkilegu skíðakonu.
Óskar Finnsson matreiðslumeistari ætlar að vera okkur innan handar nú þegar líða fer að jólum og gefa okkur góð ráð í eldhúsinu en hann sendi frá sér Steikarbók Óskars nú fyrir jólin. Og við spurðum hann í dag hvernig sé best að skipuleggja við eldamennskuna.
Álhatturinn er í senn skemmtilegt, fróðlegt og furðulegt hlaðvarp þar sem samsæriskenningar eru teknar fyrir, grandskoðaðar og rökræddar á léttum nótum. Guðjón Heiðar Valgarðsson, Haukur Ísbjörn Jóhannsson og Ómar Þór kasta fram fullyrðingu um samsæri og gefa henni hver sína einkunn frá 1-10. Þeir Guðjón og Haukur koma til okkar.
Val á manneskju ársins stendur yfir og við opnuðum símann í tilefni af því
Fréttir
Fréttir
Pólitík tafði snjóflóðavarnir og samskiptaörðugleikar lituðu samskipti almannavarnanefndar kvöldið og nóttina sem snjóflóðið féll í Súðavik fyrir þrjátíu árum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar um flóðið, sem kynnt var í dag.
Sonur bandaríska leikstjórans og leikarans Robs Reiners, hefur verið handtekinn í tengslum við ránnsókn á morði á foreldrum hans. Slúðurmiðlar segja hann hafa myrt þau en lögregla hefur ekki staðfest það.
Kerfisbundið er brotið á mannréttindum sjúklinga vegna neyðarástands sem ríkir í bráðaþjónustu hér á landi. Þetta kemur fram í opnu bréfi Félags bráðalækna, sem telur nauðsynlegt að upplýsa stjórnvöld og almenning um ástandið.
Lögreglan lokaði akstursleiðum að samkomu vegna ljósahátíðar gyðinga í Bankastræti í gær. Aðstoðarlögreglustjóri segir viðbúnað hafa verið aukinn í ljósi hryðjuverks á sams konar samkomu í Ástralíu.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um snjóflóðið í Súðavík fyrir þrjátíum leit dagsins ljós í dag. Þar kom í ljós að sveitarfélögum á landinu var lítt gefið um hættumöt vegna snjóflóðahættu, þeim var mætt með efasemdur og menn vildu ekki horfast í augu við hættuna af snjóflóðum. Samskiptaörðugleika voru í almannavarnarnefnd Súðavíkuhrepps nóttina sem flóðið féll og nefndarmenn vissu ekki hver ætti að taka af skarið í fjarveru lögreglustjórans.
Ólafur Páll Gunnarsson spilar tónlist að sínum hætti - hitt og þetta og þetta og allt í bland.
Í hit(t) & Þetta heyrist hitt og þetta milli frétta og í þætti kvöldsins fjöllum við aðeins um jólasveina
Ríó Tríó / Hin eilífa frétt
Shane McGowan / Christmas lullaby
Dúkkulísurnar og Pálmi Gunnarsson / Frostnótt
Guðrún Ásmundsdóttir / Kvæðið um jólasveinana
Ómar Ragnarsson / Jólasveinn haltu í höndina á mér
KK & Ellen / Jólasveinninn minn
Baggalútur / Jólajólasveinn

Fréttastofa RÚV.

Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.
Lagalistinn


Plata hverrar viku fyrir sig er kynnt í heild sinni.
Tónlistarmaðurinn Leifur Gunnarsson stefnir saman alls konar tónlistarfólki og vinum og gerir splúnkunýja jólaplötu með jólalögum um hversdaginn í jólunum. Flytjendur eru auk Leifs sjálfs, Kjalar, Strengir, Ingibjörg Fríða Helgadóttir, Helga Margrét Clarke, Marína Ósk og Ingrid Örk Kjartansdóttir, auk fjölda tónlistarmanna.

Gjallarhorn fyrir nýjar raddir, nýstárlegar hugmyndir, óhljóð og tónlist sem þú hefur aldrei heyrt. Í Ólátagarði á íslensk grasrótartónlist griðarstað.
Umsjón: Einar Karl Pétursson og Björk Magnúsdóttir.
Síðustu Upprásar tónleikar ársins voru þann 2. desember og létu ólátabelgirnir sig ekki vanta. Þar komu fram Rakur, Alter Eygló og Geðbrigði.
Lagalisti:
Andrés Þór Þorvarðarson - Ólátagarður
Rakur - Rekaviður (upptaka frá Upprásinni, 02.12.2025)
Rakur - Skítugi gamli hundur (upptaka frá Upprásinni, 02.12.2025)
Alter Eygló - Two Cups of Coffee (upptaka frá Upprásinni, 02.12.2025)
Alter Eygló - Stimulus Check (upptaka frá Upprásinni, 02.12.2025)
Geðbrigði - Móðir vor (upptaka frá Upprásinni, 02.12.2025)
Geðbrigði - Sírenur (upptaka frá Upprásinni, 02.12.2025)
Rakur - Þú ert bara (upptaka frá Upprásinni, 02.12.2025)