13:00
Samfélagið
Arsen og jól á förnum vegi
Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Netfang: [email protected]

Við byrjum þáttinn á læknisvísindalegum nótum og fáum til okkar Valgerði Jakobínu Hjaltalín, nýdoktor á heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands sem hefur verið að velta fyrir sér frumefninu Arsen og sögu þess. Við ætlum að fjalla aðeins um þetta efni, sem getur valdið alvarlegum eitrunum og var áður fyrr oft notað sem morðvopn. Ekki missa af því.

En við ætlum líka að kafa ofan í safn ríkisútvarpsins, eins og við gerum alltaf annan hvern mánudag. Það eru oft mikil verðmæti sem finnast þar. Helga Lára Þorsteinsdóttir, safnstjóri RÚV, ætlar að kíkja við og reiða fram jólalega upptöku frá 1960.

Í lok þáttar ætlum við svo að fjalla aðeins um jólaplöntur.

Tónlist úr þættinum:

Ellis, Dove - Pale Song.

GDRN - Af og til.

Jim Croce - Walking back to Georgia

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
,