07:03
Morgunvaktin
Dregið úr vottorðaskrifum lækna, friðarhorfur í Evrópu og Jólakötturinn
Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Margrét Ólafía Tómasdóttir heimilislæknir og fyrrverandi formaður Félags heimilislækna var fyrsti gestur þáttarins. Rætt var um þau skref sem heilbrigðisyfirvöld hafa stigið til að draga úr vottorða- og tilvísanaskrifum lækna en mörg ársverk fara í slíkt. Einnig var rætt um þá fyrirætlan ríkisstjórnarinnar að allir landsmenn fái fastan heimilislækni, Margrét er ekki bjartsýn á að það takist miðað við stöðuna eftir fyrsta starfsár stjórnarinnar.

Friðarsamkomulag Úkraínu og Rússlands og leiðir til að útvíkka heimildir Evrópuríkja til að senda hælisleitendur til síns heima voru ræddar í Evrópugluttanum. Björn Malmquist, fréttamaður í Brussel, fór yfir stöðuna. Rætt var við Erling Erlingsson greinanda á sviði öryggis- og varnarmála og Róbert Spanó, fyrrverandi forseta Mannréttindadómstóls Evrópu.

Kvæði Jóhannesar úr Kötlum, Jólakötturinn, er komið út í nýrri bók með teikningum Þórarins Leifssonar. Einar Svansson, sonarsonur skáldsins ræddi um nýju útgáfuna, áhuga kvikmyndagerðarmanna í Hollywood á Jólakettinum og sitthvað fleira.

Tónlist:

Somethin' stupid - Frank og Nancy Sinatra,

That's life - Frank Sinatra,

Better Than Snow - Laufey og Norah Jones,

Jólakötturinn - Ragnheiður Gröndal.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst. 55 mín.
,