08:03
Fram og til baka
Flosi Þorgeirsson, draugar, bækur og fortíðin

Felix Bergsson fer fram og til baka í tíma og rúmi með hlustendum Rásar 2. Hann skoðar gjarnan það sem gerðist á deginum á árum áður, fylgist með því sem efst er á baugi í menningarlífinu og fær svo góða gesti í Fimmuna. Þeir segja af fimm atriðum sem hafa haft djúp áhrif á líf þeirra.

Flosi Þorgeirsson tónlistarmaður og sagnfræðingur hefur vakið mikla athygli fyrir hlaðvarpsþættina vinsælu, Drauga fortíðar, sem hann heldur úti ásamt Baldri Ragnarssyni. Flosi kom í fimmu og sagði af fimm bókum sem hafa haft áhrif á líf hans og þar byrjum við á Laxness og endum á vísindaskáldskap Ursulu K Le Guin. Og svo kemur tónlistin að sjálfsögðu við sögu.

Í fyrri hluta þáttarins skoðum við atburði dagsins og tengjum þá tónlist.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst. 50 mín.
,