00:25
Sögur af landi: Endurlit
7. þáttur

Við heyrum aftur sögurnar sem sagðar voru í þáttaröðinni Sögum af landi, sem var á dagskrá Rásar 1 frá árinu 2015-2023. Þar var flakkað um landið, rætt við fólk sem hafði sögur að segja, kynntir voru áhugaverðir staðir og fréttamál líðandi stundar skoðuð - oft með nýjum augum. Efni í þættina unnu frétta- og dagskrárgerðarfólk RÚV um allt land.

Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir

Þáttur frá 7. nóvember 2015: Þak yfir höfuðið Hvernig gengur okkur að koma okkur upp þaki yfir höfuðið? Í þættinum er farið í heimsókn til hjóna sem eru að gera upp draumahúsið á Akureyri og bankað uppá hjá eldri borgara á Húsavík sem er að minnka við sig. Þá er fjallað um ástandið á Borgarfirði eystra þar sem eftirspurn eftir húsnæði er meiri en framboðið og rölt um móa í Mývatnssveit þar sem verið er að leggja glænýja götu fyrir ný íbúðarhús. Í síðari hluta þáttarins er farið í heimsókn í póstflokkunarstöð Íslandspósts í Reykjavík.

Viðmælendur: Andrea Hjálmsdóttir, húseigandi á Akureyri Hallur Gunnarsson, húseigandi á Akureyrir Hörður Arnórsson, eldri borgari á Húsavík Jón Óskar Pétursson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps Arngrímur Viðar Ásgeirsson, íbúi á Borgarfirði eystra Kjartan Flosason, forstöðumaður Póstmiðstöðvar Íslandspósts Brynjar Smári Rúnarsson, forstöðumaður Markaðsdeildar Íslandspósts

Umsjón: Þórgunnur oddsdóttir, Ágúst Ólafsson og Rúnar Snær Reynisson.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 50 mín.
e
Endurflutt.
,