18:10
Spegillinn
Kennarasamningar, áhrif og viðbrögð
SpegillinnSpegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Kennarar skrifuðu í gær undir nýjan kjarasamning við ríki og sveitarfélög, samningurinn á að gilda til ársins 2028. Þessi kjaradeila hefur verið löng og ströng, það hefur ríkt vantraust, en nú hefur samist um 24% hækkun.

Það er áhyggjuefni að mati Unu Jónsdóttur, aðalhagfræðings Landsbankans að hækkunin sé meiri en í stöðugleikasamningunum í fyrra. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB fagnar samningnum en Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar er ekki sátt við að samið hafi verið um meiri hækkanir kennurum til handa en hægt hafi verið að fá fyrir þá sem lægst hafa launin á íslenskum vinnumarkaði.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 20 mín.
,