17:03
Lestin
Hjónabandið og Helvíti
Lestin

Popp og pólitík

Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.

Una Gíslrún Schram fór á verkið Skeljar í Ásmundasal, sem fjallar um ungt par sem er að velta því fyrir sér hvort það eigi að ganga í það heilaga. Hvers vegna að gifta sig og hvers vegna ekki? Una spyr vini sína, gifta og ógifta.

Eitt af höfuðskáldum Ítala, Giacomo Leopardi, skrifaði ritgerð á þriðja áratug 19. aldar sem fjallar um Íslending sem hefur fengið sig fullsaddan af samfélagi manna. „Fyrir honum var þetta land óbyggilegasta helvíti á jörð,“ segir Ólafur Gíslason listfræðingur okkur en Ólafur þýddi umrædda grein árið 1971. Við rifjum upp esseyju Leopardis sem nefnist „Samtal Náttúrunnar og Íslendings“ eða „Dialogo della Natura e di un Islandese“. Skoðum sömuleiðis tómhyggju Leopardis í þætti dagsins en við fjölluðum um efnið fyrst hér í Lestinni fyrir 6 árum síðan.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
,